Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Qupperneq 60
346
Leonard Merrick:
1 iðunn
»Gott og vel, gott og vel«, sagði Beguinet, »þér
verðið að fá að ráða þessu. En hvað ég er sæll!
Mér finst ég vera orðinn tuttugu árum yngri. Þér
munduð ekki trúa því, livað ég hefi þjáðst mikið!
Mínar þrautir mundu fylla heila bók. Ég segi yður
alveg satt! Að eðlisfari er ég hneigður til heimilis-
lífs; en heimilið mitt er ótækt — það fer hrollur um
mig, þegar ég kem inn í það. Ég sé aldrei hreinan
borðdúk, nema á matsölustað. Alveg satt! Ég svín!
Lúcretía hugsar aldrei um annað en hégóma«.
»Nei, nei«, maldaði Tournicquot í móinn; »ég
get ekki fallist á það«.
»Hvað vitið þér um það? Þér ,getið ekki fallist á
það‘! Þér hafið séð hana, þegar liún er skrýdd leik-
sviðsbúningnum, þegar hún er uppdubbuð og masar
við mann, með málninguna og duftið framan í sér,
og þegar hún er í bezta lífstykkinu sínu. IJað er ég,
sem er ,bak við tjöldin', góður minn, en ekki þér!
Ég sé skítugan morgunkjólinn hennar og bréftætl-
urnar í hárinu. Kl. 4 síðdegis! Á hverjum degi! Þér
,getið ekki fallist á það‘!«
»Bréftætlur?« sagði Tournicquot stamandi.
»Ég held nú það! Ég skal segja yður, ég er góð-
lyndur maður að eðlisfari; ég er afskaplega umburð-
arlyndur við yfirsjónir kvenna; það er ekki svo lítil
bending, að ég ætlaði heldur að hengja mig en halda
áfram að búa með kvenmanni. Það er ekki eingöngu
óþrifnaðurinn; ég tek mér það nærri, hvernig hún
gengur heima, en — jæja, ekki verður á alt kosið,
og kaupið hennar er ríflegt; ég hefi lokað augunum
fyrir bréftætlunum. En hvað sem því líður, þá eru
höggormarnir alvarlegri«.
»Höggormarnir!« hrópaði Tournicqout.
»Auðvitað! Kvikindin verða að lifa; eru það ekki
þeir, sem leggja okkur til viðurværið? En ,alt á að
vera á sínum stað‘, það er nú mitt orðlæki; orðtæki