Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 62
348
L. Merriek: Sjálfsmorðingjarnir.
[ iðunn
Tournicquot var orðinn mjög fölur. Hann gaf þjón-
inum bendingu um að koma með reikninginn, og
þegar hann hafði borgað, sat hann og starði á félaga
sinn. Að lokum ræskti hann sig og sagði með
nokkurum taugaóstyrk:
»Þegar öllu er á botninn hvolft — skoðið þér til
— þegar eg fer að hugsa um það — ég er ekki
viss um — ég segi yður alveg satt — að þetta, sem
við vorum að tala um, sé framkvæmanlegt«.
»Hvað?« hrópaði Beguinet, og hrökk ákaflega við.
»Ekki framkvæmanlegt? Hvers vegna, má ég spyrja?
Ætlið þér að koma yður undan þvi, af því að ég
hefi lokið upp hjarta minu fyrir yður? En sú svik-
semi! Aldrei hefði ég trúað því, að þér væruð slíkur
maður!«
»Hvað sem því liður, þá er þetta sannleikur. Þegar
ég íhuga málið, þá ætla ég ekki að taka hana frá
yður«.
»En sá þorpari! Þér notið yður það, að ég tala
við yður i trúnaði. Samningur er samningurk
»Nú«, sagði Tournicquot stamandi, »ég ætla að
haga mér eins og maður og vinna bug á ást minni.
Verið þér nú sælir«.
»Hæ, bíðið þér við!« hrópaði Beguinet, ofsareiður.
»Hvað á þá að verða um mig? Bölvaður heigullinn
— þér hafið jafnvel ónýtt snöruna mína!«
[E. U. K. þýddi.]
Staka.
Ástarguðinn út í hött
alla saman bindur;
hann tengir saman tófu og kött,
því, tetrið, hann er blindur.