Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 64
350
Arnrún frá Felli.
[ÍÐUNN
Og það er í gamalli þjóðsögn,
að þegar að einhver deyr,
þá verði sálin að þorski
til að þvo af sér gamlan leir....
Og síðan ekki söguna meir.
— En dimt er á Dökkumiðum.
Þóra.
Eflir
Arnrúnu frá Felli.
Hún býr á kvistinum og hefir aðgang að elda-
vélinni úti á ganginum.
Hann í kjallaranum, i tveim herbergjum; annað
notar hann fyrir vinnustofu.
Hún er þvottakona og ekkja.
Hann skósmiður og piparsveinn.
Hún heitir Þóra. Hann Jón.
A laugardögum gerir Þóra hreint hjá Jóni; en hann
gerir við skó hennar og stigvél í staðinn.
Það er sunnudagur; Þóra er heima, heíir lagt í
ofninn, þvegið gólfið, þurkað vandlega rykið af öllu
inni, 'einkanlega af stórri mynd af Sveini heitnum*
manni sínum. Myndin hangir yfir rúmi hennar, sem
er nú með snjóhvitu teppi yfir sér í tilefni af sunnu-
deginum. Aðra daga vikunnar býr hún ekki um
rúmið fyr en á kvöldin, áður en hún háttar, þvi að
hún fer snemma á fætur og kemur seint heim. Hún
gerir hreint og þvær þvotta hjá ýmsum höfðingjum
borgarinnar.