Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 69
ÍÐUNN|
Póra.
355
mikillar raunar — mátt heyra — undir væng — að
hann væri kallaður klambrari eða lappari.
»Jeg veit ekki, hvernig ég ætti að þakka þér eins
og vert er«.
»Það er ekki hægt nema með einu móti«, segir
Jón, — honum hefir vaxið hugur við lofið — »það
er« — segir hann og seilist með handlegginn utan
um hana. Hún er ekki sein á sér og rekur að hon-
um rembings-koss.
»ViItu«, segir hann og er orðinn eldrauður í framan
og slær bláleitum bjarma á nefið — —
»Verða konan þín? Já, það veit hamingjan!« Og
Þóra leggur handlegginn svo fast um hálsinn á hon-
um, um leið og hún Jýtur niður til að kyssa hann
aftur, — að hann dauðkennir til í staurfætinum. Og
honum liggur við að hljóða. En þá man hann eftir
sparisjóðsbókinni, og — sársaukinn hverfur.
Kirkjuljósið.
Mér lieyrðist þér raupa’ undir rós
af röðlinum kærleiks og friðar
og fjölyrða’ um ljómandi ljós,
sem léki um kirkjuna yðar.
Æ, spörum nú málskrúð og mas,
þess meiri skal röksemda styrkur:
Þér vitið, ef vantaði gas,
þá væri hér þreifandi myrkur.
Jakob Thorarensen.
23