Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 73
IÐUNN' ]
Stephan G. Stephansson.
359
lika sem St. G. St. sé að Iýsa upptökum og vexti
þessarar miklu móðu, þar sem hann segir:
Pín vagga’ er þar, sem gljúfur gín
hjá greltum jökulhausum.
lig þekki efstu upptök þín
í afdal ræktarlausum.
Þú söngst þig framgjörn út og inn
um eyðivegu tóma.
In eina rödd var rómur þinn
i riki fentra hljóma.
t*ú ranst af Ijalii, fleygðir þér
í foss af hengistöllum.
Og nafn sitt af þvi bj'gðin ber
og ból i dalnum öllum.
En hvi laðar nú þessi skáldamóða menn svo mjög
að sér, er þeir liafa kynst henni nánara, eins úfin
og Ijót og hryssingsleg sem hún virðist vera í fyrstu?
Eg svara þessu fyrir sjálfan mig, en með orðum
Stephans:
Ég fann þar sorta af svartanótt
og sólskin dýpst i Ijóði.
Og eins og hann kemst sjálfur að orði í þessu
sama kvæði finst mér skáldskapur hans vera:
Sem hugsun stór og sterk og frjáls,
er styrkir mig og gleður,
en brýzt í rofum ríms og máls
og röngum stuðlpm hleður.
En hvers vegna kalla eg þá St. G. St. skáld og meira
að segja stórskáld? t*að get ég sýnt ykkur og sannfært
ykkur um einmitt á þessum tveim kvæðum, því að
auk þess sem þau eru ágætar og sannar náttúru-
lýsingar, þá djúpstafar svo í þau bæði, að maður
veit ekki fyrri til en þau eru orðin að dýpstu mann-
lífs-líkingum, er fela í sér hin dýrmætustu lífssann-
indi. En þetta eru einmitt órækustu merki þess, að