Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 78
3C4
Skáldið
[IÐUNN
brigðum, ef mark má taka á kvæðinu »Vinakveðja«,
enda má hann vera það, ef vinirnir hafa verið hon-
um, það sem hann segir, verið honum eins og sljörnu-
Ijós á næturhimni:
Og vinunum nátengdu, nær eða fjær,
í nótt á ég ljósskuld að inna,
sem lýstu — þó nefni ei nöfn þeirra kær —
á nátthimni lífdaga minna. (I, 223.)
Ef ég nú að lokum ætli að lýsa öllum þeim ástar-
liug, sem St. G. St. ber til íslands, þá entist mér
ekki kvöldið til þessa. Eg verð því að láta mér nægja
að benda ykkur á eitt kvæði »Ástavísur til íslands«
(I, 126). Það er mjög Stephanst bæði að kostum og
göllum, en hreinskilið er það, eins og alt sem hann
yrkir, og þar segir hann;
— En svo ert þú ísland í eðli mitt fest,
að einungis gröíin oss skilur.
Og hvers vegna elskar hann ísland svo mjög. Ekki
af því, að það haíi látið svo vel að honum; enda
segir hann hreinskilnislega:
— og þó léztu að fjölmörgum betur en mér.
En hér er svarið:
Pín fornöld og sögur mér búa í barm
og bergmál frá dölum og börgum;
þin forlög og vonspár um frægðir og harm
mér fylgt hafa að draumþingum mörgum.
Þinn svipurinn ljúíi, þitt líf og þitt mál,
í lögum þeim hljóma, er kveður mín sál.
Eg veit ekki, hvort þið skiljið þetta fyllilega. En
viljið þið hafa enn Ijósara svar, þá kemur það í
niðurlagi kvæðisins. Jafn bermáll og Stephan er á
skoðanir sínar, jafn dulur er hann á sínar eigin instu
tilfinningar; en þó brjótast þær stundum út eins
og þarna:
— hvað sem þú, föðurland, fréttir um mig
sé frægð þinni hugnun. — Kg elskaði þig!