Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 83
IÐUNN|
Stephan G. Stephansson.
369
Og hún var fríð, en heldur föl á brún
og hyggjufróð og kunni rúnaletur;
tvö leiksystkin í æsku átti hún:
ið úfna norðurhaf og langan vetur.
Var svipheið eins og sól og vetrarhjarn,
er silfurmötli skrýðir fjalla-dalinn.
Ei átti Norðri bjarteygara barn
í bæ en Mjöll, sem kongi Snæ var alin.
Og svo heldur hann áfram að lýsa og segir, að
liún hafi kunnað:
úr fornum sögum sérhvern týndan pátt,
og söng og mundi öll in gömlu kvæði.
Hirðmenn Sturlaugs konungs koma sunnan úr
löndum og hefja bónorð fyrir liönd Sturlaugs og
ginna Mjöll á burt með sér, og hún á að hafa látið
líf sitt þar syðra; en skáldinu hnst sem sagan hafi
eitthvað ruglast hér, og alt í einu blasir nýr skiln-
ingur við manni. Mjöll verður að ímynd íslenzkunnar
og norræns þjóðaranda og svo segir hann:
En óútbrunninn átt pú, feðragrund,
pinn æskukraft og bráðum við liann raknar.
í pjóð og björgum blundar hann um stund
sem Brynliildur, en hertýgjaður vaknar.
Þvi saga er lesin enn á bóndabæ
og bragir sungnir par með fögrum hljómi,
pó skorta kunni kunnuglegan blæ
og kveðið sé í annarlegum rómi.------
Tökum annað kvæði: Norna-Gest (II, bls. 110):
Ilann lifði sem kvæði frá ómunaöld,
hann átti ei frændur né vini,
hann fjörgamall endaði æfinnar kvöld
hjá Olafi Tryggvasyni.-----------
í prjú hundruð ár hafði pjónað með frægð
hjá pjóðkunnum hetjum og köppum.
Og hann bar í muna sér minningagnægð
úr mannraunum pcirra og höppum.---------
Iðunn II.
24