Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Page 85
IÐUNN1
Slephan G. Stephansson.
371
Um síðir pau miðluðu málunum pó,
— en máttu ei samvistum slíta —
pau búa svo næturnar níu við sjó
og níu við jöklana hvita.
En raunalegt er þetta, og alt af fjarlægjast þau
hvort annað meir og meir; og þvi átakanlegra er
þetta sem þetta brennur viða við. Þvi hvað segir
skáldið:
Þau mættu mér hvervetna um hauður og haf,
pau hjónin hann Njörður og Skaði.
En samt hef eg alla tið pagað um pað
— ei porað frá öðru’ eins að segja —
en viknað í hljóði og óskað pess að
peim auðnaðist báðum að deyja.
Síðast af þessum sagnakvæðum skal ég nefna
»Hjaðningavíg« (II, 112) sem imynd mannlífsins
svona yíirleitt:
Er fyrst tók að morgna af mannöld í heim
peir mæltust við árdegisglæður
og gengust að fremstir i fylkingum tveim
sem fjandmenn — en voru pó bræður.
Það voru peir Högni og Iléðinn, sem öll
var hamingja lagin og prýði; —
peir felt liöfðu varga og viðsjáleg tröll
og voru jafn-snjallir í stríði.
En stórláta Hildi, sem Högna var gift,
nam Iléðinn í burtu og flýði.
Þeir hittust og börðust um Niflunga nift
í nauðugu, protlausu stríði.----
Sú orustan drápvæg ei dvínar um öld
né dagur og nótt meðan lifir.
Þeir berjast um daga, en deyja um kvöld,
unz drífa pá heims-slitin yfir.
En hvað inerkir þetta? Það merkir hvorki meira
né minna en alla menningarbaráttuna:
24