Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 87
373
iðunn ] Stephan G. Stephansson.
Ólánsbörnum óðs og ljóða
engin laun hef ég að bjóða.
Fólkið mitt, sem fitar sauði,
fiskinn ber í hlað,
vinnur eitt að björg og brauði,
búrin fyllir það.
Litilsvirði ljóðin telur
lýður, sem að Geysi selur.
— Naumast má hann neinu eyða
nema fyrir mat, —
þúfnasléltur, víkurveiðar
varla fætt sem gat.
Útföl myndu ýta þorra
ættarbönd við Sögu-Snorra,
ef þau væru virt til króna,
vegin út og seld.
— Mín er lieimsfrægð heiðri gróna
hans við nafn þó feld.
Pér er frjálst að syngja og svelta
samt ef vilt og hugsjón elta
þá sem heiðrar, hyggur fagra
lieimurinn með þér.
Vinna launin lýðsins magra:
lof, þá búið er.
Lúllum. — Barn, að líða og sakna!
Láttu skáldið aldrei vakna!
Fóstran hefir, vil eg vona,
við þig kveðið nóg.
— Fleiri gáfur svæfði eg svona.
Sofðu! — korriró!«
Það er sárt að heyra þetta, en satt, því miður. En
sé það nokkrum til huggunar, þá er viðar pottur
brotinn í þessu efni en hér. Alstaðar og jafnvel í
»Landinu helga« sem svo er nefnt hafa þjóðirnar
myrt skáld sín, spekimenn og spámenn. Um Krist
segir Stephan t. d. (II, 156):