Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Side 89
ÍÐUNN|
Stephan G. Stephansson.
375
öðru, náttúrufræði og fleiru. Og lionum var það eig-
inlegt, að hann
hugði ei sannleik hóti betri
hafðan eftir Sankti Pétri,
heldr en ef svo hending tækist,
húsgangurinn á liann rækist.
Og einn skrattans ókost hafði Jónki, að hann var
helzt til bermáll i garð annara:
Hegðun sú var hefndar efni: —
»Hrak« ’ann fékk að viðurnefni.
Það var svo sem sýnilegur
sá sem gekk hann slysavegur,
og hann stefndi i átt til fjandans
á afturfótum tíðarandans.
Og svo mælir skáldið þessi átakanlega sönnu, en
raunalegu orð:
Pegar alpjóð einum spáir
óláns, rætist það — ei tjáir
snilli mikils manns né sómi
móti fólksins hleypidómi.
Falin er í illspá liverri
ósk um hrakför sýnu verri.
Hún er aflsins heit að vinna
hnekki ’inu kraftaminna.
Pó liann væri ei þjóðskálds maki,
það gat ræzt á Jóni hraki.
Hann fór hverja hrakförina á fætur annari í lífinu.
Síðasta hrakförin var þó einna hryssingslegust, þó
að þá lyki yfir með Jóni og lífinu:
Hríðin blés með hörkuafli,
helfrosinn Iá Jón í skaíli.
En ekki lauk yfir með Jóni og mönnunum fyrir
það. Það þurfti að husla hræið, og klakahöggið var
á aðra alin. Svo var leiðamergð »heiðursmannanna«,
sem farnir voru á undan honum, »hrakinu«, svo
mikil, að honum varð ekki komið fyrir nema gröf