Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Blaðsíða 91
iðunn ] Stephan G. Stephansson. 377
dýrðardrápu, að það má jafna henni við »Þorgeir í
Vík« og önnur slík snildarkvæði. Alt þetta fmnið þið
i kvæðinu »Transvaal« (II, 260). Upphaf og endir
þessa kvæðis er of langur, St. G. St. kann hér sem
oftar ekki að takmarka sig, honum er svo mikið
niðri fyrir, og meistaratökin ekki nógu ákveðin, en
miðkaílinn er gull. Það er einhver Runebergs-bragur
yfir honum:
Kg kveö ei ljóð á kumli neins
þess kappa er fyrir land sitt dó.
Mig brestur dygð og orðin eins.
— Hans orðstir lifi! Það er nóg.
Kg syrgi ekki heldur hann,
sem hreysti sinnar galt og naut:
sem fremstur hné, sem fyrstur rann.
ef fjörið eða kjárkinn praut.
Þeir fengu báðir mark og mið
og manndóm sinn að standa við.
Kn heim ég sný að Búans hæ
— í bóndalausa kotið inn —
með fallna akra, auðnarblæ
og óhirt bú, — þar húsbóndinn
inn gamli Búi bjóst í strið
á brott með syni, er fara hlaut.
— Hann lcvað þó muna um mann í hríð
Við Majúba ’ann hlóð og skaut.
Hvort skotum eytt til einskis var
sézt enn á vörðu, er stendur þar.----
Eg bið ykkur að lesa þetta kvæði, þegar þið komið
heim til ykkar og vita svo, hvað ykkur finst. En ég
veit livað mér finst. Mér finst Stephan vera svo ein-
manalega stór og furðulegur í öllurn kveðskap sín-
um, að ég get ekki annað en líkt lionum við fjallið
Einbúa (II, 98) sem hann heíir sjálfur ort um og
lýsir á þessa leið:
Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt,
að lyngtætlur stara á ’ann liissa,