Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1917, Síða 94
380
Andsvör.
[ ÍÐUNN
Sem betur fer, hefir enginn nemenda minna við háskól-
ann dáið, hvorki bannmannadauða né drykkjumannadauða
né neinum öðrum dauðdaga. En annars geta livorki kenn-
arar né aðrir, virðist mér, borið ábyrgð á hvort heldur er
lífsframferði eða dauðdaga fullorðinna manna eins og há-
skólastúdentarnir eru. En ef nokkur ætlaðist til pessa,
mætti fyrst og fremsl heimta pað af bannlagapostulun-
um sjálfum, að peir með hinni fögru fyrirmynd sinni og
uppeldi liefðu pann hemil á sínum eigin sonum, að peir
yrðu ekki öðrum fremur brotlegir við bannlögin!
Annars skal ég hvorki mæla setning bannlaganna né brot-
unum á peim bót, pví eins og ég sagði endur fyrir löngu
'i pessari einu ritdeilu minni, leiðir hvorttveggja til siðspill-
ingar. Setning bannlaganna, eins og öll önnur harðvítug og
einstrengingsleg bönn, hefir stælt »strákinn« í mönnum, svo
að peir hafa farið að leitast við að brjóta pau; en laga-
brotin magna aftur ólöghlýðnina í landinu, og hvorttveggja
er jafn ilt og óholt fyrir pjóðfélagslíPið. En á eitt eru bann-
menn jafn-blindir og áður, að pað er ekki vinið sjálft,
sem peir eiga í höggi við, heldur við ílöngun manna og
áfergju í vínið. En við pessu dugar ekkert bann, heldur
að eins pað að kenna mönnum pað sem ég nefni »sið-
ferðilega sjálfstjórn« einstaklingsins.
Að likindum er til fjöldi bæði bannmanna og bannand-
stæðinga, sem óar við ástandinu eins og pað nú er orðið.
En skemstu og, ef til vill, réttustu leiðina út úr pessum ó-
göngum hygg ég vera pá, sem ég líka heíi bent á áður, að
banna innílutning allra brendra drykkja, en leyfa
aftur innflutning á prúguvínum, pó pannig, að landið
hafi einkasölu á peim til einstakra manna og jafnvel kaup-
manna, en leggi pó á pau hækkandi toll eftir auknum
styrkleika, lægstan á léttustu og ósaknæmustu vínin, en
hæstan á pau sterkustu. Með pessu væri tvent unnið:
»áfengiseitrinu« væri bægt út úr landinu; en liinum, sem
kynnu að vilja fá sér glas af góðu víni, væri pað frjálst..
Pá myndi liatrið og ofstækið hverfa, en frjáls og holl
bindindisstarfsemi geta byrjað af nýju. Og petta væri, að
minni hyggju, heilbrigður millivegur, sem allir gætu unað
við. A. II. 13.