Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 18
12
Bjornstjerne Bjnrnson:
[ IÐUNN
álykta, að ósýnileg öfl bæru hana á örmum sér, og
allir, sem urðu þeirra áhrifa varir, drógust á leið með.
Hún talaði til allra hliða, heilsaði og tók við blóm-
um. Þeir sem fylgdu þessum hreyfingum og umskift-
um eftir, rugluðust eins og þegar horft er á vatnsúða
í sólskini.
Hún var að vísu ástleilin, en varla gróm af þessu
viðbjóðslega, sem bindur sig við einhvern sérstakan,
og þá sinn í hvert skifti. Ekki hætishót af tæliróm;
að vísu undiralda, sproltin af löngun eftir geðþekni,
en ekki af nokkru öðru. Bjarminn í augunum var
einmitt vörn gegn augnaráði og óskum í þá átt; alt
þessháttar hvarf af sjálfu sér. — Eftirlætið liafði ekki
veiklað þennan sífelda straum lífsgleði, heilsu og
hæfileika á neinn hátt.
Þess vegna hreif hann — og það er sagt öllum
viðstöddum til heiðurs. Enginn var settur hjá; eng-
inn var »sá útvafdi«. Hver og einn fekk eins og
honum bar eftir eðli hans.
— Þessi eindæma aðdáun og tilbeiðsla hafði byrjað
í fyrrahaust, þegar riddaraliðsliersirinn (kvæntur
móðursystur hennar) kom með hana á heimleið sinni
frá París. — Iiann, sem ætíð var á veiðum eftir
liylli karla og kvenna, og engan lét afskiftalausan,
nema konu sína, lét sér ekki meir um annað hugað
allan þennan tíma en að sýna og kynna þessa fallegu
frændkonu sína. — Á hesti við hlið hennar, á dans-
leikjum, leikhúsum og samsöngum — ætíð við hlið
hennar; þar mátti enginn annar koma. — Hann
stofnaði til samreiða henni til lieiðurs, og alt riddara-
liðið varð frá sér numið. Hann hélt dansleik hennar
vegna, og það fór nokkuð á sömu leið. Hann hafði
hana með sér á aðalhátið undirforingjanna, og öll
stjórnin varð frá sér numin. — Hann kunni lagið á
því sem gamall hirðmaður; hún var aldrei kynt