Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 45
ÍDUNN]
Hendurnar hennar mömmu.
39
°g hann liafði ekki hugmynd um, hversu gleðin
Ijómaði nú í augum lians. — Ég kom engu orði
UPP, gat að lokum ekki dregið andann; ég varð að
hvíla mig. Og það var víst skömmu seinna, að ég
lá í faðmi hans«.
»Var það hann, sem —?«
»Ég man það ekki vel; ég man að eins, þegar ég
fyrsta sinni lagði handleggina um háls lians og grúfði
andlitið inn í skegg lians og hár . . . slíkur unaður,
eitthvað alveg nj'tt, en svo ósegjanlega sælt. Að finna
þessa slerku arma utan um mig; ég leið langt, langt
f>urt. En við sátum á steininum«.
»Varstu eins og frá þér numin?«
»Já, þar kemur það! Menn kalla það nefnilega svo,
en það er þvert á móti, að öðlast æðri skilning á
sjálfum sér. Hjá honum varð ég ég sjálf. Það er
kærleikur; ekkert annað er kærleikur«.
»Mamma, mamma, það hefir þá verið þú, sem
færðir þig upp í fang lians? Það varst þú?
»Ég er hrædd um, að það hafi verið ég. Hann
var víst of einurðarlítill og látlaus til að byrja á
nokkru í þá ált. Það var víst ég. Já, í sjálfu sér
veit ég, að það var ég. — Því það verður þó hverj-
l'm að bjarga lífinu; minna var ekki i veði. Þetta,
að fá að hjálpa honum, fylgja lionum, hlúa að hon-
l"n, leggja sjálfa mig í sölurnar fyrir hann, það eða
ekkert líf að öðrum kosti. Eg held það hafi verið
edthvað á þessa leið, sem ég sagði þá, hafi ég sagt
e'tt einasta orð«.
þú veizt, að þú sagðir það!«
})Ég held ég hafi sagl það. En það er nú ekki svo
glóggm- greinarmunur á tilfinning og samtali á slík-
Um augnablikum«.
Hún horfði út í dalverpið; hún stóð eins og maður,
sem býr sig til að syngja: Höfuðið hnarreist, munnurinn
opinn og eins og hlustandi eftir tónunum, áður en