Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 136
130
Sigurður Magnússon:
t IÐUNN
verka, og er annað nefnt tvítaki (Amboceptor), en
hitt viðbætir (Complement). Hið fyrra er eins og
gagneitrið (móttakar) sérstaks eðlis, þ. e. það verkar
að eins á móti sömu gerlategund, er olli myndun þess;
en viðbætirinn er aftur á móti almenns eðlis, þ. e.
hann verkar á hverskonar gerlategund, ef hann er í
sambandi við hinn sérstaka tvítaka, sem við á, og er
í blóðvatni bæði sjúkra og heilbrigðra manna (og
dýra).
Menn hugsa sér áhrif leysisins á gerilinn, þ. e.
tenginguna innbyrðis — samkvæmt kenningu Ehr-
lichs — á þessa leið: Tvítakinn er einskonar miðill,
er ilytur liin uppleysandi áhrif viðbætisins yfir á
gerilinn. Tvítaki tengist öðrum megin gerlinum á líkan
hátt og viðtaki tengist úteitri, en hinum megin (við
hinn endann) festist viðbætirinn, og tengingin er hér
að vissu leyti einfaldari, því viðbætir' getur tengst
hverskonar tvítaka.
Þegar eitthvert dýr eða einliver maður er orðinn
ónæmur fyrir einhverjum sjúkdómi, þegar l. d. ein-
hver er orðinn ónæmur fyrir laugaveiki, af því að
hann hefir fengið taugaveiki áður, þá er það að skilja
svo, að myndast hafi gnægð af tvítökum þessa sjúk-
dóms. Ef laugaveikisgerlar komasl aftur inn í líkam-
ann, þá tengjasl tvítakarnir gerlunum, og þelta sam-
band dregur til sín viðbæti úr blóðinu. Gerlarnir eru
drepnir og leystir upp, áður en þeir fá tíma til að
tímgast, og inneitrið er þá svo lílið, að maðurinn
verður þess ekki var.
Nú er spurningin: Er leysirinn eina vopnið, sem
líkaminn hefir yfir að ráða, eða heíir hann önnur
varnarmeðul í baráttunni við gerlana og inneitur
þeirra? Svarið verður játandi við síðari spurningunni,
því hér koma til greina:
Blóðfrumurnar (hvítu blóðkornin). Menn hafa
deilt um það, hve mikinn þátt þær ættu í sjúkdóms-