Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 31
IÐUNN]
Hendurnar hennar raömrau.
25
lingur gat ég ekki útskýrt þér alla málavöxtu. Það
hefði leitt þig til að halda uppi vörnum fyrir því,
sem þú hafðir ekki þroska til að verja. Og það gat
haft ill áhrif á þig. — Og svo var nú fleira.
En nú skaltu fá að vita það: Frá þvi fyrsta hefi
ég aldrei lagt þér neitt ráð, sem ekki var frá föður
þínum. Þú hefir aldrei séð hann; en það get ég sagt
þér, að þú hefir aldrei séð eða heyrt nokkuð annað
en hann. — Gegnum mig, á ég við«.
»Hvernig þá, mamma?«
»— Það kemur nú að því seinna. Fyrst ætla ég
að koma þér í skilning um, hvernig hjónaband okkar
varð til«.
»Já, elsku —!«
»Hann stóð þarna á ræðuþrepinu og hvolfdi í sig
einu vatnsglasinu á fætur öðru. Hann lauk úr vatns-
flöskunni og fékk viðbót. Fólkið hló, — og hann hló
líka. Hann hélt auðsæilega um vatnsílátin eins og
fullra inanna er háttur; svo horfði hann upp fyrir
sig og umhverfis sig, eins og hann gæti hvorki áttað
sig á sjálfum sér eða okkur. — Og hló. — En þrátt
fyrir alt, á bak við þetta alt saman sá ég dýrðling-
inn — sál óbundins og glaðs manns. Áhyggjulaust
sjálfstraust, sem leitaði að því sem lund hans krafðist.
Og ef þú hefðir svo séð hendurnar á honum —
stórar, sterkar vinnuhendur. Og þá andlitið; það var
ótvírætt á manni, sem hafði alt í fullum mæli til að
að bera«.
»— Hvað sögðu menn?«
^Þeir þektu hann; þeir bara skemtu sér — og
bann fika. Þegar hann byrjaði að tala, hafði hann
fult vald á málfærinu. Mér fanst röddin samt óeðli-
Ie8: hún lá svo djúpt. En það var hans sanna rödd.
Hann var nýbyrjaður, þegar dálitið atvik kom fyrir:
Ifópur karla og kvenna fór fram hjá húsinu; þar á
meðal ýmsir úr föruneyti drotningarinnar. Við, sem