Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 30
24
Bjarnstjerne Bjnrnson:
[IÐUNN
tækir riddarasveit á harðahlaupi til samanburðar, þá
kæmist hún eigi í hálfkvisti! — Þessi þrekni beljaki
með tígulega höfuðið hélt þeim litlu báðum, sínum
við hvora hendi, eins og hann hefði tvö reiðalaus
skipsflök í seil. Og svo hló hann og æpti fagnaðaróp
eins og kátasti drenghnokki. Hann var eins ljúfur
og glaður á að sjá, eins og maður gæti hugsað sér
sólhvarfadaginn við Norðurpólinnl — Og hina, sem
ætluðu að fylla hann — því eins og ég sagði þér
var það leikur heldri manna um þær mundir að
reyna að fylla Karl Mander — þá kom hann nú með,
sigri hrósandi. Hann var dæmalaust hreykinn af því.
Hár og herðibreiður, í ljósmöskvóttum ullardúks-
fötum — fínum og þunnum, þvi hann þoldi ekki
hita. Hann var sólginn í kaldaböð og baðaði sig,
meðan nokkra vök var að fá. — Hattinum, léttum
og linum, hélt hann á í vinstri hendinni. Hann gekk
venjulega þannig. Heima gekk hann ætíð berhöfðaður,
og annarsstaðar hafði hann jafnaðarlegast hattinn í
hendinni.
Hárið var feikimikið, dökt og hrokkið; nú slútti
það fram yflr þvergnýpt ennið — já, þú hefir ennið
hans — og svo skeggið! Eg hefi aldrei séð eins
yndislegt skegg. Það var fremur ljóst, en fjarska þétt -
en einkennilegast var það fyrir, hvernig það liðaðist.
— Það var beinlínis aðlaðandi — og það er skegg
þó sjaldan. — — Og svo augun, djúp og geislandi
— þú hefir dálítið af þeim — og þá nefið, snyrti-
lega bogið, því hann var snyrlimenni!«
— »Var pabbi —?«
— »Guð minn góður; hefi ég ekki einusinni gefið
þér neitt í skyn um það?«
»Jú — en — — aðrir hafa — —«. Hún þagnaði,
og nú nam móðirin staðar.
»Magna! Eg hefi hvorki getað né viljað verja þig
áhrifum frá öðrum. Meðan þú varst barn eða ung-