Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 64
58
Porleifur H. Bjarnason:
[IÐUNN
herrarnir 2. marz í Toulon og var liaft fyrir satt,
að þeir liefðu rætt þar um ílotamál Frakklands og
orðið á eitt sáttir um það, að nauðsyn bæri til að
auka frakkneska ílotann að minsta kosti um 4 stór
herskip. Tveim dögum síðar var haldin yfirherstjórn-
arráðsstefna í Palais d’Elysée, embæltisbúslað forseta,
og var þar samþykt í einu liljóði, að leggja til, að
menn yrðu á friðartímum skyldaðir til þess með
lögum, að gegna herþjónustu í 3 ár. Með því móti
gat lier Frakka, enda þótt þjóðin sé miklu fámenn-
ari en Þjóðverjar, jafnast nokkur veginn við stofnher
hinna síðarnefndu. Nokkrum dögum síðar (16. marz)
flutti Poincaré ræðu eina eftir hersýning í París, er vakti
allmikla eftirtekt hjá nágrannaþjóðunum. Hann tók þar
fram, að »ef Frakkland vildi halda stöðu sinni
út á við óbreyttri og kappkosta að verða
fært um að verja sóma sinn, þá sýndi það það
með því, að það vildi einlæglega varðveila friðinn, þar
sem það án undirmála styddi að sátt og samkomu-
lagi í Evrópu. Stjórnin mundi gæta friðarins og virð-
ingar þjóðarinnar, en það væri í fullu samræmi við
hagsmuni Fi'akklands og menningarinnar«.
Hregður hér fj'rir sörnu stefnu og fj'rirællun, sem
vér höfum áður vikið að, að Poincaré vildi að Frakk-
land jrrði viðbúið, að bera af sér ólög þau og liol-
skeflur, er liann þóttist sjá, að ókomni tíminn bæri
í skauli sér.
Annars átti Poincaré við allmikla erfiðleika að
stríða fyrsta og annað forseta-ár sitt. Frumvörp um
umbælur á kosningarfyrirkomulaginu og um tekju-
skatt gengu ekki fram, og frumvarpið um þriggja
ára herþjónustu, sem fyr var getið, sóttist seint. Ákatir
lýðvaldsmenn neyddu loks Briand til þess að fara
frá í nxarz 1913. Höfðu þeir Clemenceau og Caillaux
gert sér vísa von um, að Poincaré myndi fela öðrum
hvorum þeirra að stofna nýtt ráðaneyti, en sú von