Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 32
26 Bj0rnstjerne Bjornson: IIÐUNN
sátum úti við gluggann, gátum séð þau, og hann sá
þau líka; við sáum, að þau bentu inn.
Þá stansaði hann, náfölur; dró andann svo þungt,
að við heyrðum það öll. Að lokum drakk hann
meira vatn. Honum veitti þungt að byrja aftur. Allir
horfðu á hann; sumir hvísluðust á.
Alt að þessu hafði hann talað slitrótt og óreglu-
lega, eins og þegar þung og riðamikil vél tekur fyrstu
tökin. — En nú rétti hann úr sér, og þegar hann
byrjaði að tala á ný, var hann alveg allsgáður.
Ég segi þér satt, öll víman var rokin af honum.
Sá maður, sem stóð þar nú . . . ja, ég verð að
taka það lið fyrir lið. Annars myndir þú ekki skilja.
Fyrirlesturinn hans — geturðu ímyndað þér hverju
hann líktist? — Sumum kirkjusöngslögum Bachs1).
Eitthvað niðandi, en þó fjölbreytt, — svo óendanlega
fjölskrúðugt og þó þýtt. — En mismunurinn mikli
var þó sá, að hann þurfti oft að Ieita að orðunum;
skifti um orð, skifti enn. — Látlaust og niðandi þrátt
fyrir það; það var það undarlega við það. Áhuginn
og ákafinn sleitulaus og hrífandi. Manni varð að
undrast, ef nú væri nokkuð eftir, og það var ætíð
eftir, altaf eitthvað markvert.
Eg hafði oft heyrt mönnum lýst, sem væru eins og
þrungnir anda náttúruaflanna, en ég hafði engan slíkan
séð. Sízt af öllu við hirðina, þar sem varla finst
nokkur sönn persóna. Hér var ég að lokum frammi
fyrir einum! — Þessi maður varð að tala — að
líkindum af sömu ástæðum og hann i góðum félags-
skap varð að drekka. — Ég vissi, að hann rak bú-
skapinn sjálfur á báðum jörðum sínum og vann
með, þegar hann hafði tíma til þess, og mér fanst
ég sjá þennan risa svala sér við vinnu; en hitt sá ég
greinilega, að höfuðið myndi ekki vilja láta undan
1) Joh. Scbastian Bach, frægt þýzkt tónskáld frá 18. öld.