Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 134
128
Sigurður Magnússon:
1IÐUNN
þurfa móltakarnir (skráargötin) nákvæmlega að svara,
ef eitrið á að »ganga að« frumunum. Móttakar barna-
veikiseitursins eru öðru vísi en móttakar ginklofa-
eitursins o. s. frv. Þegar nú eitrið er bundið við
frumuna, þá er tvent til: annaðhvort verður eitur-
verkunin svo mikil að fruman deyr og liðast í sundur,
eða fruman fær hrundið frá sér eitrinu, en þá fylgja
eitrinu móttakarnir, því þeir eru orðnir fastir á tengi-
hluta þess. Eilrið er nú að eins í sambandi við mól-
taka og er nú orðið skaðlaust efni. Móttakarnir hafa
»mettað« eitrið. Nú hafa frymissameindirnar mist
móttaka, en þeir myndast á ný og skarðið fyllist, og
— samkvæmt lífeðlisfræðilegu lögmáli — mynd-
ast fleiri móttakar en sviftir voru frumunni,
en þeir sem umfram eru losna frá henni og fara út
í blóðvatnið. Þessir lausu (óbundnu) móttakar
eru nú einmitt móteitrið (antitoxínid), sem mynd-
ast við sjúkdómana. Ef sama sjúkdóm ber aftur að
höndum, kemst ekki eitrið að frumunni, því gagn-
eitrið (móttakarnir) hrífur það til sín þegar í blóð-
inu. Maðurinn er orðinn ónæmur. Stundum er þó
ónæmið ekki fullkomið — þegar eitrið er meira en
gagneitrið. Þá tengist það af eitrinu frumunum,
sem ekki var mettað af gagneitrinu.
Eins og áður er sagt, má gera dýr ónæm fyrir
ýmsum sjúkdómum með því að spýla gerlaeitri inn
í þau. Blóðvatni slíkra dýra er svo spýtt inn í sjúk-
linga. Við slíka blóðvatnslækningu fær maðurinn
aðfengið ónærni fpassiv lmmunitet), í mótsetningu
við ónæmið, sem hann sjálfur skapar, sjálffengið
ónæmi faktiv Immunitet).
Það er kunnugt, að ýmsir dj^rasjúkdómar hafa
engin áhrif á menn. Það er ekki af því, að í blóð-
vatni manna sé gagneitur þessara sjúkdóma, lieldur
af hinu, að fruinur mannanna vantar móttaka (hliðar-
keðjur), sem svari til gerlaeitursins. Yfirleitt, segir