Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 67
IÐUNN]
Raymond l’oincaré.
01
mn, neitaði að verða við tilmælum brezku stjórnar-
innar, að gæta hlutleysis Belgíu og ráðast ekki með
her manns inn í landið.
IJað er kunnugt, að Frakkar og Bretar leituðust í
byrjun ófriðarins við að hefta framsókn Þjóðverja í
suðurhluta Belgíu, en fengu ekki rönd við reist.
Þjóðverjar sigruðust einnig á frakkneskum liðsveitum,
er brotist höfðu inni i Elsass og Lotliringen, sóttu með
afarmiklum lier inn á Norðurfrakkland og náðu þar
á sitt vald mörgum kastölum. Síðan stefndu herir
þeirra úr öllum áttum til Parísar og var ekki annað
s^'nna en þeir mundu taka hana, því að í byrjun
septembermánaðar var liægri fylkingararmur þeirra
kominn suður yfir Marne. Frakkland var nú, eins
og gefur að skilja, i miklum vanda statt, en livorki
þjóðinni né stjórninni félst hugur. Sljórnin var skinnuð
opp og dugandi menn gerðir ráðherrar. Stefnuskrá
hinnar nýju stjórnar var að róa öllum árum að því,
að treysta varnirnar og verjasi meðan auðið
Væri. Mun Poincaré hafa ált góðan þátt í hetini.
JoITre, yfirhershöfðingi Frakkahers, liafði nú dregið
að sér svo mikið lið, að hann 10. september treystist
til þess að hefja sókn á hendur Þjóðverjum og hrekja
þá úr stöðvum þeirra (Marne-bardaginn). þjóðverjar
lélu þó ekki undan síga nema norður fyrir Aisne-
íljólið og bjuggust þar fyrir. Noklcur beztu héruð
Norðurfrakklands hafa síðan verið á valdi þeirra, að
heita má fram á þenna dag. Hafa Frakkar og Bretar
unnið lítið á á veslurvígstöðvunum fyr en nú í sumar,
að Pjóðverjar hafa liörfað undan ofureíli þeirra á
all-stóru svæði.
Viviani veitti ráðaneytinu forstöðu fram á haust
1915, en þegar hann fór frá, kvaddi Poincaré Briand,
sem verið hafði dómsmálaráðherra í ráðaneyti Vi-
viani’s, lil forsætisráðherra. Iiann ntyndaði að dæmi
Asquilh’s, forsætisráðherra Breta, mikið og öílugt