Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 34
28
Bjornstjerne Bjnrnson:
l IÐUNN
framþróun; — á móti frelsi þeirra, sem hingað til
hafa verið rændir því. Þau breyta eins og þjóðfélagið
hefði frá öndverðu verið til þeirra vegna. — Hingað
og ekki lengral —
Eg get sagt þér, að ég kann allar þessar hugsanir
frá samverunni með honum. — Eg gæti, á minn hátt,
haldið alla hans fyrirlestra, og að minsta kosti verið
fult svo sléttmælt. En ég held nú, að orðavíxlin hans
og það, að hann rak sífelt í vörðurnar, hafi gert það,
sem hann valdi að lokum, ennþá þýðingarfyllra. —
Ég fyrir mitt leyti, ég hefi skrifað það alt upp; alt
frá okkar stutta samverutíma heii ég skrifað upp«.
»Alt —?«
— »Þú mátt trúa því; — alt, sem nokkurs var
vert. Alt, alt. Hann skrifaði aldrei orð; hafði ekki
tíma til þess, sagði hann. — Hann fyrirleit það. —
Þegar hann svo dó frá mér, og okkur báðum, —
hvað gerði ég þá þarfara? — Nei, segðu mér nú
ekkert; ég skal halda áfram að segja frá!
Hann tók þessa sömu hugsun frá trúarlegu sjónar-
miði. Það var nú siður hans að taka málið frá öll-
um hliðum. — Hann sagðist hafa hitt gamla konu
i dag, sem kvartaði yfir þvi, að hún gæti ekki farið
í kirkju fyrir skóleysi. Það gekk nú erfiðlega að út-
vega skó handa henni, því þær tvær búðir, sem seldu
tilbúinn skófatnað, vildu ekki selja á sunnudegi. —
En skóna fékk hún. — Hann sá hana síðan ganga
til kirkju — jafnhliða drotningunni og föruneyti
hennar.
Þá hugsaði hann: í kirkjunni sitja margir með
mjög slæma skó, og margir eru þó heima, sem ekki
voga sér þangað; þeir hafa of lélega skó og eru of
illa til fara að öðru leyti líka. — Hvérjir eru það
svo, sem verst hafa fötin og skóna? Þeir, sem mest
hafa unnið; unnið svo þeir mistu heilsuna. — En
þeir, sem aldrei hafa tekið handarvik, þeir eiga tíu