Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 122
116
Jón Jónsson:
[ IÐUNN
ég las þessa grein J. Ol. Nú íinst mér það vera ljóst
fyrir mér«.
Á alþingi tók J. Ól. þegar að berjast fyrir hugsjón-
um sínum um einstaklingsfrelsið og varð þar tölu-
vert ágengt. Mig skortir þau gögn, sem þarf lil að
rekja sögu þeirra mála og áhrif lians á þau, enda
bættusl nú í þann hóp ungir menn, sem búnir voru
að drekka í sig lýðvaldsskoðanir og trú á einstak-
lingsfrelsið. T. d. Skúli Thoroddsen, Páll Briem og
þeir bræður hans, Porleifur ritstjóri Jónsson, sr. Sig.
Stefánsson, sr. Lárus Halldórsson o. fl. Rýmkun vist-
arbandsins, frelsi utanþjóðkirkjumanna og byrjun á
baráttunni fyrir jafnrétli kvenna, og yfir höfuð rýmkun
á kosningarréttinum má eflaust þakka baráttu Jóns
Ólafssonar í ræðu og riti, þó ekki leiddi hann öll
þau mál til sigurs. — Fyrir bankamálunum barðist
J. Ól. öfluglega, og hafði þar eílaust talsvert meiri
þekking en flestir þingmenn aðrir. Hafði hann, auk
bóklegrar þekkingar, aflað sér vestra ýmiskonar fróð-
leiks um þau mál. Þólt .1. Ól. vséri ekki auðsæll
maður fyrir sjálfan sig, hafði hann glöggan skilning
á fjármáfum þjóðarinnar og sérstaklega hafði liann
glögt auga fyrir því, hver fjármál væru mest fram-
tíðarspursmál fyrir þjóðina. Hann fann það svo vel,
að þjóðina skorti fé til að hagnýla sér kosti lands-
ins, og því var honum svo mikið áhugamál, að bank-
arnir yrðu sem mesl megnandi. Og þröngsýni taldi
hann það að þora ekki að nota útlent auðmagn til
innlendra fyrirtækja, ef að eins væri vel um það
búið, að arðurinn af þeim fyrirtækjum færi ekki út
úr landinu. Pegar verið var að deila um, hvort leyfa
ætti stofnun »íslandsbanka« rétt fyrir aldamótin síð-
ustu, var eitt sinn um þingtímann haldinn borgara-
fundur um það mál í Reykjavík; voru þar fluttar
margar snjallar ræður með og móti. J. Ól. sat og
hlýddi á. En er leið á fundinn, bað hann sér hljóðs