Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 164
158
Ritsjá.
[ IÐUNN
er vissulega Akureyrarskóli alls góðs inaklegur fyrir þann
góöa anda sem þar ríkir, á móts við Mentaskólann hér
syðra. En um þetta mál munu þó veröa skiftar skoöanir
og naumast ráðið fram úr þvi nú í dýrtíðinni. En »lærða-
skóla«-ástandið er ófært eins og það er hér á landi; hverj-
um bekk í Mentaskólanum liér i Rvík skift ár eftir ár
e[ftir höfðatölu með ærnum tilkostnaði, en alls ekkert
hugsað um, hvaðá námsgreinar þyrfti að kenna, til þess
að stúdentarnir gætu lagt fyrir sig hvað sem þeir kysu
við háskólana; ekkert hugsað um að stofna t. d. sérstaka
stærðfræðis- og náttúrufræðisdeild handa verkfræðingum
og læknaefnum, þótt þetta mætti gera fyrir því sem næst
nákvæmlega sama fé, sem nú er eytt til lítils gagns eða til
ills eins. Pegar verið var að undirbúa reglugerð lærdóms-
deildar mentaskólans, gerðum við Þorl. bróðir minn og
ég, sem þá vorum báðir kennarar við skólann, ágreinings-
atkvæði og komum fram með rökstuddar tillögur um að
skifta þessari lærdómsdeild í tvent eftir námsgreinum:
máladeild og náttúrufræðisdeild. Við sömdum stundalöílur
íyrir báðar deildirnar og sýndum fram á, að þetta mundi
ekki kosta nema sem svaraði l'/s kennara. En hvað gerði
stjórn og þing, og hvað kostar höfðatölu-fyrirkomulagið nú?
Auðvitað stakk stjórnarráðið þessari tillögu undir stól eins
og flestum þeim umbótatillögum, er til framfara horfa í
mentamálum. Og hvers er annars að vænta, þegar sú
stjórnardeild er jafnan skipuð mönnum, sem hafa lítið vit
og að því er virðist alls engan áhuga á mentamálum. Einu
sinni hefi ég lagt það til síðar i Stúdentafél. liér, að þessi
skifting næði fram að ganga, gagnfræðadeildinni þjappað
saman í tveggja ára námsskeið, en þriðja árinu, »letigarðs«-
árinu, varið til undirbúnings undir aðra hvora lærdóms-
deildina, en einnig þeirri lillögu hefir verið stungið undir
stól. Nú legg ég það til opinberlega, að þessi breyting nái
sem fyrst fram að ganga, og að tekið verði sem iyrsl fyrir
höfðatölu-skiftinguna, en að annaðhvort verði lærdóms-
deildinni í Rvík skift í tvent, eða þá að náttúrufræðis-
deildin verði sett ofan við gagnfræðaskóla'nn á Akureyri.
Landið þarfnast stærðfræðilega mentaðra, náttúrufróðra
og verkfróðra manna, og þetta heirosku-fyrirkomulag sem
nú er, með þessum líka litlu og lélegu prófkröfum og ein-