Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 120
114
Jón Jónsson:
[ IÐUNN
vertu sumarsók. Skildi ég það á Jóni löngu siðar, er
tilrælt varð um stofnun prentsmiðjunnar, að hann
hefði valið þennan lofsöng til sólarinnar til að prent-
ast fyrst og með því viljað tákna það, að tilgangur-
inn með stofnun prentsmiðjunnar og blaðsins væri
sá, að »leiða ljós yfir landið«, Ijós þekkingar og hug-
sjóna; en það skildi ég líka, að búist hafði hann við,
að ekki yrði það altaf hlýtt verk að »leiða ljós yfir
landið« eins og Bjornstjerne Bjornson sagði, þegar
stúdentarnir dönsku báru honum kyndla í köldu veðri.
Um blaðið Skuld, sem J. Ól. gaf út á Eskifirði,
sagði Þorst. ritstj. og skáld Gíslason eitt sinn, að það
hefði verið óvenjulega fjölbreytt, og að mörgu eitt
hið bezta blað, er út hefði verið gefið á íslandi, og
tel ég þann dóm réttan. Með blaði sinu Skuld og
veru sinni á Austurlandi hafði J. Ól. ákaflega inikil
álirif á Austfirðinga, að vekja hugsanir þeirra um
stjórnmál og þjóðmenning. Ekki af því að þeir væru
honum allir samdóma. Hann átli þar marga og
mikilhæfa mótstöðumenn; stuðlaði það meðal annars
að því, að hann lenti í snörpum deilum við einn
mikilhæfasta höfðingja Austurlands, sr. Sigurð prófast
Gunnarsson á Hallormsstað, góðan mann og þjóð-
liollan, sem þó ekki skildi lil fulls stefnu Jóns, þólti
hún ungæðisleg og vildi stofna aðra prentsmiðju og
blað, til að slá Jón af laginu; var Jón þar að vanda
óhlífinn í orðum, og gat sér óvinsæld fyrir, því sr.
S. G. var mikilsmetinn og frændmargur, enda liafði
J. Ól. áður farið um hann óhlífnum orðum í Alaska-
riti sínu út af rétti íslendinga til Vesturheimsfara.
Var oft að því brosað, er sr. Sigurður sagði um Jón,
eftir að þeir höfðu orðið tveir einir samferða yfir
þórdalslieiði: »Hann er skrambans ári kurteis, hann
Jón, og mentaður og skemtilegt að tala við liann.
En hann má aldrei ná í pennann, það heljarskinn«.
(Sr. Sigurður viðhafði aldrei almenn blótsyrði).