Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 62
56
Þorleifur Ií. Bjarnason:
[ IÐUNN
fyrir landráð. Hann hefir með höndum æðsla her-
■vald, veitir embætti og er fulltrúi ríkisins gagnvart
öðrum þjóðum. Hann stjTrir ráðherrafundum og hefir
vald til að rjúfa neðri málstofu þingsins, en þó að
eins með samþykki öldungaráðsins, og getur lagt
aftur fyrir þingið til ítrekaðrar meðferðar lög, sem
það hefir samþykt. Af því sem hér var tekið fram
er auðsætt, að forseti Frakkneska lýðveldisins heíir,
þegar á alt er lilið, ekki minni völd en margir þing-
bundnir konungar og getur sem forseti ráðherra-
fundanna haft ineiri áhrif en ílestir þeirra, ef hann
er snjall og laginn stjórnmálamaður.
Þegar kosningardagurinn, 19. janúar 1913, rann
upp, voru af 897 þingmönnum 868 staddir í Versail-
les. Alger meiri hluli var því 435. Við fyrstu alkvæða-
greiðslu fékk Poincaré 429 atkvæði, Pams 327, hin
atkvæðin dreifðust á önnur forseta-efnin, svo sem
Vaillant, Paul Deschanel, Ribot o. fl. Poincaré brast
6 atkvæði til að vera rétt kosinn, og var auðséð á
öllu, að liann og fylgismenn hans voru ekki við
þessu búnir. Var hætt við, að andstæðingar hans
mundu sæta færi, fresla kosningunni og leitast við
að koma að einhverjum ílokldeysingja eða manni,
sem léti ráðherrana og þingið ráða öllu, eins og þeir
Loubet og Falliéres höfðu gert. En þegar forseti öld-
ungaráðsins, Dubost, er slýrði kosningaralhöfninni,
stóð upp og spurði, hvort kosningunni skyldi freslað,
gall Aristide Briand við, sem var einbeitlasti fylgis-
maður Poincaré’s og mælti: »Enga frestun!« Var j)á
á ný gengið til atkvæðagreiðslu. Briand gekk milli
fulltrúanna og skoraði á þá í nafni ættjarðarinnar
að kjósa Poincaré til forseta með miklum atkvæða-
fjölda. Þetta hreif. Poincaré hlaut kosningu með 483
atkvæðum. Þegar kosningarúrslitin voru birt, kölluðu
ákafir vinstrimenn hástöfum: »Kosinn með fylgi hægri
manna«, en forsetinn gall aftur við og sagði: »Eg er