Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 152
146
Fyrsta friðarglætan.
[ IÐUNN
vísa von um að ná aftur þessum héruðum. Og að
því er hina aðra Bandamenn snertir, mundu þeir
standa sig betur við að gefa hverjum þeim íbúa í
Elsass-Lothringen, er til Frakklands vildi flytja, bú-
jörð og áhöfn alla en að halda stríðinu lengur áfram.
Aðstaða Stórbretalands veldur meiri vandræðum.
Því þótt Bretar gengu í stríðið með þeirri fyrirætlun
að nema ekki ný lönd, þá hafa þeir nú lagt undir
sig meiri lönd en allar aðrar ófriðarþjóðir til samans
og eru einráðnir í að halda þeim. Ekkert var látið
uppi um þetta af hálfu Bandamanna, meðan verið
var að fá Wilson í stríðið. En skömmu síðar til-
kynti Mr. Long, nýlenduráðgjafi Breta, að þeir mundu
ekki skila aftur löndum þeim, er þeir hefðu unnið
af Þjóðverjum í Afríkn, og þetta hefir síðan verið
staðfest á hinn ótvíræðasta hátt af Roberl Cecil lá-
varði í svari hans upp á fyrirspurn frjálslynda flokks-
ins í enska þinginu. Lönd þau, sem Bietar hafa nú
lagt undir sig i Afríku, Asíu og á Kyrrahafsströndum
í ófriðnum, nema til samans landflæmi, er samsvarar
Bandarikjum Norðurameríku, og það má sverfa að
Bretum, áður en þeir láta þetta laust aftur eða nokk-
urn verulegan liluta þess. Þeir segja, og það með
nokkrum sanni, að það mundi verða til tjóns fyrir
sjálfa ibúa þessara landa, ef þeir hyrfu nú al'tur
undir þýzk eða tyrknesk yfirráð. En engu að síður
eru nú Bretar orðnir aðal-þrándur í götu fyrir friði
án skaðabóta og landvinninga.
Einmitl í þessum svifum berst uppáslunga frá
Englandi þess efnis, að lönd þau, sem Bretar hafa
unnið, verði lögð undir alþjóða-yfirráð, að ófriðnum
loknum; mun þetta geta verið fyrirboði þess, að brezka
stjórnin kunni að sveigja til við friðarsamningana.
[Að mestu eftir Indepcndent, 26. maí.J