Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 141
IÐUNN|
Urn smitun og ónæmi.
135
sjálf. Á sama hátt er eggjahvíta andvaki. Ef ég
t. d. spýti eggjahvítu úr manni inn í blóðið á kanínu,
þá kemur gagnefni mannseggjahvitunnar fram i blóði
kanínunnar. Verkun gagnefnisins á mannseggjahvít-
una get ég svo séð í prófglasi (reagensglasi), ef ég
blanda blóðvatni þessarar kanínu saman við manns-
uggjahvíluna. Þá gruggast blandan, eggjahvitan fellist.
^ess vegna er þetta gagnefni nefnt fellir (Prœcipitin).
Ég hefi nú hér að framan skýrt frá, að gagnefni
séu vörn líkamans og að þau inegi nota til lækninga.
En það má einnig nota þá vitneskju, að gagnefni
verkar á andvaka, til þess að þekkja sjúkdómana.
Oæmi: Lækni grunar, að sjúklingur hafi taugaveiki.
Þá heíir gagnefni taugaveikisgerilsins myndast í blóði
sjúklingsins. Læknir heíir nú taugaveikisgerla, lifandi
eða dauða, i glasi. Hann blandar nú saman tauga-
veikisgerlunum og blóðvatni sjúklingsins. Ef sjúk-
Hngurinn hefir taugaveiki, þá sést gagnverkan (reac-
HonJ í blöndunni, annars ekki.
Einnig er liægt að finna, frá hverri dýrategund
€itthvert eggjahvítuefni stafar. Þetta heíir fengið all-
•uikla þýðingu í sakamálarannsóknum (morð-
'nálum), því komast má að því, hvaðan blóðblettir
(b d. á klæðum eða verkfærum) slafa, hvort hér er
uni mannsblóð eða dýtablóð að ræða. Ef það er
'nannsblóð (þ. e. mannseggjahvíta), þá verkar fellir
niannseggjahvítu sérstaklega á efnið1). En þennan
ielli fá menn með því að spýta mannseggjahvítu inn
1 dýr og taka svo úr því blóðvatnið. Þessu blóðvatni
blanda menn svo upplausninni, sem menn hafa búið
sér úr blóðblellinum. Það er sama, hve gamall blóð-
bletturinn er. Jafnvel efni úr fornegypzkum múmíum
sJ7na þessa gagnefnaverkun.
O Haimar verkar fellir mannaeggjahvitu einnig á apaeggjalivitu — ein
S.«v!!nUnÍ.n *'r*r skyldleika apa og manna. F*ó má greina þessar tvær
< ttrtjahviiu-tegiuulir að, ef viðhöfð er sérstök nákvæmni.