Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 148
I IÐUNN
Fyrsta friðarglætan.
Ófriðarblikan er jafn-dimm og geigvænleg og hún
hefir verið nokkuru sinni áður. Og trauðla mun
nokkur geta treyst sér til að spá nokkru um, hvað
næstu mánuðirnir muni bera í skauti sér. Enn er
því svo farið sem fíll og hvalur séu að berjast, en
ófriðarveldin hafa skift um lilutverk. Stórbretaland
er nú aðal-stríðsveldið á landi; þjóðverjar hafa yfir-
höndina á hafinu. Enn verður engu um það spáð,
hversu lengi Bretland getur staðist árásir neðansjávar-
bátanna á hafinu, eða hversu lengi bardagalína Hin-
denburgs getur staðiát slórskotaliðsárásir Haig’s á
landi.
En þótt ófriðarhorfurnar séu jafn-óvissar og áður
og ófriðarmekkirnir hylji orusluvöllinn endilangan,
er þó eins og eitthvað sé farið að rofa til um friðar-
skilmálana. Enda þótt byltingin á Rússlandi kunni
að hafa veikt nokkuð viðnám Bandaþjóða, þá hefir
hún þó styrkt málstað þeirra að miklum mun, ekki
einungis með því að gera upp á milli einveldis og
lýðstjórnar, heldur og með því að svifta Bandamenn
helzta ágreiningsefni sínu. Ameríka, sem skotið hefir
skjólshúsi yíir millíónir rússneskra landílóttamanna,
gat ekki haft neina samúð með því, að Rússakeisari
næði að leggja undir sig aðrar þjóðir. En að Rússar,
eins og þeir æskja, hafi frjálsan aðgang að hafinu,
ekki einungis um Hellusund, lieldur og um Njörva-
sund óg Súez-skurðinn, geta Vestmenn fullkomlega
fallist á. Það var framtíðarvon hins rússneska keis-
araveldis að eignast Miklagarð, frekar en það væri
Rússlandi lífsnauðsynj en nú, er lýðvaldssinnar hafa