Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1917, Blaðsíða 158
HÐUNtf
Ritsj á.
Kr. Nyrop: Frakkland. Guöm. Guömundsson skáld
pýddi. Br. Björnsson tannlæknir gaf út. Rvik 1917.
Tvímælalaust er próf. Nyrop allra útlendinga bezt aö
sér um alt, sem franskt er. En því undarlegra er, hversu
lítið maöur ber úr býtum við lestur bókar pessarar. Höf.
stiklar alstaöar á hæstu tindunum, á helztu fremdarverk-
unum og fræguslu nöfnunum. Og þar sem hann lýsir þjóð-
areinkennum Frakka, ber mest á »hróðrinum«, á frægðar-
þorsta þeirra og glæsimensku. Og ekki gleymir liann að
lýsa forgöngu þeirra í tízkutildri og matargerð(!). En þetta
gefur oss svo nauðalitinn skilning á þjóðarkostum Frakka
og þeim aðdáanlega þjóðaranda, sem öll þjóðin nú virðist
vera gædd. Að eins tvær bls. i allri bókinni veita manni,
að því er mér finst, verulegan skilning á þjóðinni eins og
hún er nú. En þær eru líka svo sannar og réttorðar, að
nær verður naumast komist. Pað ,eru bls. 29—31. Par
stendur meðal annars:
»Bak við vígbúinn herinn stendur óbreytt alþýðan, hrifin
einni einustu hugsun, einni einustu von og einni einustu
trú. Flokkadeilurnar eru þagnaðar, stéttamunurinn upp-
hafinn og allir starfa samhuga með eitt einasta takmark
fyrir augum. Sú rósemi og göfgi, sem lýsti sér með þjóð-
inni 2. ágúst 1914, er enn söm og óbreytt. Undirgefnin
undir hið óumflýjanlega, hjargföst trú á sigur að lokung
þolgæði, staðfesta og takmarkalaus fórnfýsi, róleg biðlund
langan og strangan reynslutíma — þetta alt er, í fám
orðum sagt, Frakkland nútímans-----------«.
»Petta Frakkland var það, sem herbjöllurnar kvöddu að
hildi um borg og bygðir 2. ágúst. Og á sömu stundu hvarf
þetta íburðarmikla og léttúðga yfirborð, sem glepur svo
mörgum sýn. Undir skelþunnu hýðinu sást la force qui se
tait el qui dure«.
Pað er þessi »kraftur, sem þegir og þraugar«, samfara