Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 4
242 Siguröur Nordal: IÐUNN tínt þar saman brot og brot, þótt brotin ég ei teldi: við sama verði eg þau aftur seldi. Vafrað hef ég viða um borg, Vonarstræti og Frúartorg, »þar sem gleymdist gömul sorg« við gamanrún á kveldi. Lifið bað ég loks um ró, en Lobba kom með gráa skó, »Lobba kom með loðna skó úr Lundúnaveldi«. Stigum við eftir strengjum dans, starði af bekkjum álfafans, stigum saman dauðadans, við dönsuðum á eldi. Álfaskarinn að mér hló, eldurinn um liðu smó, »en Lobba var með loðna skó úr Lundúnaveldi, úr Lundúnaveldi«. Siðan langt frá sævi grám sit ég undir björgum hám, brendur upp að báðum hnjám byggi ég hamraþröng. Alt sem bað ég, guð mér gaf: geisa lét ég um silfurhaf gamminn minn með glitað traf svo gnast í hverri röng. Freyja sjálf í fang mér hneig,. úr froðu hafsins nakin steig, drakk ég út i einum teyg ástarinnar gleymskuveig, þegar í hafið sólin seig

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.