Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 5
IÐUNN
Þula.
243
við silkiskýja spðng.
»Margur prisar sumarið
fyrir fagran fuglasöng«.
Enn þá fleira en um ég bað,
auðnan lét mig kanna það,
kom ég i margan krappan stað
um kletta og skóga göng.
Settist að mér sorg og mein,
svartur fugl á hverri grein,
útburðanna illu vein,
æskuvina hvitnuð bein,
heyrði ég sprungin harmakvein
úr hásri Likaböng.
»En ég hæli vetrinum
þá nóttin er löng«.
Dapur er oft um daga hellir,
dyrum minum hríðin skellir,
en nóttin aldrei hugann hrellir,
hurðir allar byrgi eg þá,
opnast við mér björgin blá.
Sólin, þegar hún flugið fellir,
fær mér vængi sína,
flýg ég út á furðustigu mína.
Út yfir auðnir
og úfinn sjó,
yfir þveran Myrkvið
og Mundíaskóg,
norðan yfir Elfi,
austur yfir Rin,
glampar þar í lundunum
á gróandi vín,
austur yfir Miklagarð
og Mógúlsins stól,