Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 7
IÐUNN Af Álftanesi, Reimleikar. Við hjónin fluttum okkur suður að Bessastöðum i júlimán. 1922, til þess að vera þar árlangt. Sumir vinir mínir spáðu ekki vel fyrir þeirri ráðabreytni. ))Þú verður flosnaður upp fyrir jól af leiðindum«, sagði einn þeirra. Aðrir héldu, að við mundum deyja úr kulda. Ég hugði gott til að fara þangað. Um langan aldur hafði ég borið hlýjan hug til Álftanessins. Ef til vill með fram fyrir þá sök, að þegar frá barnæsku hafði ég heyrt þess minst með einhverri lítilsvirðingu. Það hafði komið mér til að hugsa um þessa sveit meira en ég hefði annars gert. Ungur hafði ég lært skammar- vísuna um Álftnesinginn, sem »úti liggur og aldrei sefur«, og mér hafði þótt það kynlegt, að ámæla sveitinni fyrir það, að atvinnan væri sótt þaðán af kappi. Ég hafði heyrt kjarnyrðin eftir Bjarna Thor- arensen, að guð hefði horft yfir nesin hérna, þegar hann hefði bölvað jörðunni, og þau höfðu hjálpað mér til þess að gera mér þess grein, hvað oft er yndislega fallegt á þessum nesjum — ekki síður á Álftanesi en Seltjarnarnesi. Ég hafði lesið samliking Gröndals um fjarstæðuna miklu, sem var eins og ef Einar H. Kvaran.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.