Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Síða 9
dÐUNN
Af Álftanesi.
247
Eitt tilhlökkunarefnið enn var á slæðingi í huga
mínum, áður en ég flutti mig suður. Ég hafði heyrt,
að reimt væri á Bessastöðum. Sögur höfðu gengið
um það, að töluverð brögð hefðu verið að því árin,
sem Skúli Thoroddsen bjó þar. Mér hafði verið sagt
af heimreiðum þangað, sem heyrðust mest á haustum.
Eg mintist þess, að eitt aðalaðsetur þorgarðs hafði
um tíma verið á Álftanesinu. Víst var um það, að
ýmislegt hafði gerst á þeim slóðum. Menn höfðu
setið þar í varðhaldi og beðið dóms. Menn höfðu
verið líflátnir þar. Menn hafa vafalaust sætt refsing-
um þar, sem ekki er ánægjuefni að hugsa um.
Valdsmennirnir á Bessastöðum höfðu víst ekki allir
verið við eina fjölina feldir. Ekki var það óhugsandi,
að einhvers konar eftiráhrifa af Bessastaðalifínu forna
gæti enn orðið vart, eins og þjóðtrúin virtist benda
til. Og gaman var að fá frekari kynni af þessu.
Flutningurinn að Bessastöðum varð ekki heldur í
þeim efnum nein vonbrigði. Ymislegs hefi ég orðið
áskynja. Sumt af því ætla ég að segja lesendum Ið-
unnar, því að ég hefi fengið leyfi til þess hjá eiganda
ng ábúanda Bessastaða. Ég ætla ekki að koma með
það í neinni vísindalegri sannanabrynju, heldur rabba
um það við lesendurna, eins og menn segja hver
öðrum sögur í rökrinu úti í sveitinni.
En taka skal ég það nú þegar frám, að þó að
hitt og annað kynlegt gerist á Bessastöðum, og þó
að það sé á vitorði alls fólksins, þá varð ég þess
ekki var, að menn séu neitt mj'rkfælnari þar en á
hverjum öðrum sveitabæ.
Konan með börnin.
Jón Forbergsson kom til Bessastaða, til þess að
setjast þar að, 10. maí 1917. Tvær vinnukonur voru
komnar á heimilið. Annað fólk var ekki í liúsinu.
Um kvöldið bað hann stúlkurnar að vekja sig og