Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 14
252 Einar H. Kvaran: IÐUNN sem hún hefði verið með. Hún sagðist hafa gengið með þessa tvibura, þegar hún hefði fyrirfarið sér. Loks spurði J. Þ. hana, hvað hún hefði ætlað að segja, þegar hann hefði hrokkið við. Hún sagðist hafa ætlað að biðja hann að biðja fyrir sér. Þar með var þeirri tilraun lokið. Ég tek það fram af nýju, að mér kemur ekki til hugar að segja þessa sögu í neinu sönnunar skyni. Til þess eru alt of veikar hliðar á henni. Jón í*or- bergsson hefir heyrt nafnið. Þó að hann fullyrði, að hann hafi með öllu gleymt því, og vafalaust segi það satt, er ekki óhugsandi, að það hafi geymst i undir- vitund hans og gægst þaðan upp við tilraunina. Frú Margrét, sem var viðstödd, hafði ekki að eins heyrt nafnið, heldur mundi hún skírnarnafnið á stúlkunni. Par á móti sagðist hún alveg hafa gleymt ættarnafninu. f*að getur svo sem vel verið, að það hafi verið Appollónía Swarzkopf, sem birtist J. t*. morguninn 11. maí 1917. Við vitum nú minna en það. Ein- hver virðist það óneitanlega hafa verið. Ekki verður sagt, að það sé líklega til getið, að J. t*. hafi orðiö fyrir jafn-kynlegri skynvillu þennan fagra vormorgun i glaða sólskini, með hugann hlaðinn hversdagsleg- um störfum. En hafi það verið hún og hafi henni, einhverra ástæðna vegna, verið það kappsmál að birtast og fá eitthvað sagt, þá er það ekki heldur neitt ólíklegt, að hún hafi leitað lags og reynt að segja það síðar, sem hún átti ósagt, þegar hún hvarf út úr dyrunum 11. maí 1917 — ef kostur var á nokkuru sambandi við glastilraunina. Ég er ekkert að mæla á móti slikum skilningi, heldur læt ég hann liggja milli hluta. Og ég kannast við það, að eftir öllum atvikum var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.