Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Qupperneq 18
256
Einar H. Kvaran:
IÐUNN'
í sambandi við það, sem hér hefir verið sagt um
hurðina, er J. t*. hafði heyrt skellast, en ekki hafði
getað skollið, af því að hún var þá lokuð og tví-
læst, skal þess getið, að aldrei hefir neitt hreyfst úr
stað, og aldrei hafa eftir á sést nein merki fyrir-
brigðanna.
Likan umgang um húsið eins og frá hefir verið
skýrt hér að framan hafði fólk heyrt i tveimur her-
bergjum sumarið áður um svipað leyti. J. Þ. var þá
ekki heima, og enginn hafði þá farið um húsið til
að leita. En ekki gat fólkið gert sér þess neina grein,
af hverju sá umgangur stafaði.
Þriðja sagan gerðist í öndverðum septembermánuði
síðastliðnum. Ég kom heim eftir miðnætti úr utan-
landsferð. J. I*. bjó þá með öllu sínu fólki á efra
gólfi hússins. Fólkið uppi heyrði umganginn, þegar
ég kom, en ekki stóð lengi á honum. Við hjónin
fórum að hátta sem fyrst, og alt varð hljótt.
En nokkuru síðar vaknaði tvent uppi á loftinu
við annan umgang, frúin og vinnumaður. E*au heyrðu
þrammað inn forstofuna og upp stigann.
Vinnumaðurinn fór að hugsa um það, að ég hefði
auðvilað gleymt að loka útidyrahurðinni. Hann hélt,
að þetta væri gestur, sem öðru hvoru dvaldist á
Bessastöðum tíma af sumrinu, en þennan dag var í
Reykjavík. Samt furðaði hann á því, hvað hann
gengi harkalega, svona um miðja nótt.
Pegar þessi aðkomumaður kom upp á stigabrún-
ina, heyrði vinnumaðurinn, að hann nam staðar.
Sumargestsins beið herbergi og rúm þar á loftinu,
og vinnumaðurinn hélt, að vafalaust mundi aðkomu-
maðurinn stefna þangað. í stað þess heyrir hann,
að hann fer inn í stóra stofu, sem er í framhlið
hússins, milli svefnherbergis hjónanna og skrifstofu
húsbóndans.
Húsmóðirin heyrir líka komið inn í stofuna og