Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 21
IÐDNN Af Alftanesi. 259 hún alein niðri í húsinu, þegar ég var ekki heima, og fann ekki til nokkurs geigs. En einhvern veginn komst það inn i hug hennar, að í návist hennar væri einhver ósýnileg vera, sem eitthvað gengi að og væri að leita liðsinnis. Svo að hún tók sér fyrir hendur að taka sér ofurlitla stund á hverjum degi til þess að hugsa svo gott sem hún gæti og biðja fyrir þess- ari veru — ef hún væri nokkur. Nú brá svo við, þegar hún fór að gera þetta, að mátturinn tók að aukast og líðanin að verða betri. Svo var það eitt kvöld ekki löngu síðar, þegar magnleysið var liðið frá, að við bjónin lágum vak- andi í rúmum okkar. Þá sá konan mín kvenveru koma frá einu horninu í svefnberberginu, ganga fram hjá rúmgöflunum og staðnæmast viö rúmhliðina hjá sér. Hún sá veruna allgreinilega; hún hélt um hárið ófléttað með vinstri hendinni, líkast því, sem hún væri eitthvað að gera við það. Hægri hendinni hélt hún á lofti, og það flaug í gegnum huga konunnar minnar, hvort hún væri að greiða sér. Þá sagði konan mín við mig: »Nú hefi ég þó á- reiðanlega séð nokkuð. Þelta er ekki missýning«. Veran virtist glaðleg, brosleit, og hún kinkaði kolli til konunnar minnar. Meðan veran var á leiðinni fram með rúminu, fanst konunni minni leggja um sig algert máttleysi. Þá hvarf sýnin. Meö engu móti varð annað séð en að konan mín væri alvakandi. Að sýninni lokinni, sagði hún mér tafarlaust það sem fyrir hana hafði borið. Magnleysið og óþæginda-tilfinningarnar tóku sig aldrei upp eftir þetta. En sögunni er ekki alveg lokið. Á öndverðum vetri kom til okkar miðill og fór í sambandsástand. Hann gat ekkert vitað um það, sem fyrir konuna mína hafði komið. 1 sambandsástandinu var skilað, alveg tilefnislaust af okkar hálfu, þakklæti frá veru, sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.