Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 22
260
Einar H. Kvaran:
IÐONN
hjá okkur hefði verið, mjög hefði átt bágt, leitað
aðstoðar hjá konunni minni, og fengið hjá henni
þann styrk, sem að haldi hefði komið. Því var haidið
fram, að þessi vera hefði staðið undir valdsáhrifum
annarar lakari veru, og til þess að losna úr þeim
viðjum hefði hún þurft að leita styrks frá bænum
jarðnesks manns. Árangurinn af þessari málaleitan
úr öðrum beimi, ef ég má orða það svo, var þakk-
aður með hinum hlýjustu ástúðarorðum.
Enn er ofurlítið eftir af sögunni. Síðar um vetur-
inn kom til okkar annar rniðill. Hann gat ekki
fremur en sá fyrri vitað neitt um það, sem fyrir
konuna mína hafði komið. Við fengum sambands-
fund hjá þessum miðli í ákveðnum tilgangi, sem ekki
átti neitt skylt við það, sem hér hefir verið frá skýrt.
En á þessum fundi kom af vörum þessa miðils sama
þakklætið til konunnar minnar eins og komið hafði
hjá hinum, án nokkurs tilefnis frá okkar hálfu.
Ég er ekki að segja frá þessu í neinu sannana
skyni. Ég veit ekki, hvort það var rétt, sem konan
mín gerði sér í hugarlund, að vansæl vera væri í
návist hennar, þegar hún fann til magnleysisins og
undarlegu áhrifanna. Ég veit ekki, hvort nokkurt
samband var milli þessarar iíðanar hennar og kon-
unnar brosleitu með ófléttaða hárið, sem kinkaði
kolli til hennar. Ég veit ekki, hvort þakklætið af
vörum miðlanna var að neinu leyti afleiðing af því,
sem á undan var gengið. Því síður ætla ég að halda
neinu að lesendunum um þetta efni. Ég er í þetta
skiftið að segja sögur — sannar sögur — en ekki
að reyna að sannfæra neinn. En hins get ég ekki
bundist að láta getið, að með þessum viðburðum
virðist mér raðað upp líkindum, sem ekki sé óvirð-
ing fyrir neinn mann að hugsa um.
Og enn eitt: Ef það var hugarburður einn hjá
konunni minni um vansælu veruna, þá hefir sá hug-