Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 30
268 Björn Pórðarson: ÍÐUNN arar ekki standa þeim að baki í þessari grein og tóku al kappi að leggja stund á þessa skemtun. Hinir voldugustu þjóðhöfðingar keptust um að eiga sem mest og best fálkabúr, og veiði með fálkum varð blátt áfram að vísindagrein, sem ritaðar voru heilar bækur um og hélst það um margar aldir. Sá þjóðhöfðingi í Evrópu, sem kunnaslur varð allra fyrir það að vita best skil um þessa hluti var Frið- rik II. keisari (1190—1250). Hann hafði ferðast víða áður en hann varð keisari og lagt sig meðal annars eftir þessari íþrótt. Skrifaði hann bók um fálka- veiðar (De arte venandi cum avibus) og eru enn til brot af henni, sem hefir verið prentað, m. a. í Leipzig 1788. Hann kendi mönnum bættar aðferðir bæði um veiði með fálkum, temslu þeirra og hvernig helst ætti að veiða þá sjálfa. Þetla rit hefi ég ekki séð, en styðst um þetta við ritgerð eftir P. V. Jacob- sen í Nyt Historisk Tidskrift II. 1847 »Om Falke- jagten, især i Danmark«. í*egar svo miklum höfðingja sem Friðriki II. þótti svo mikið til þessarar veiði koma, var ekki að undra þótt aðrir legðu sig eftir henni. Enda má svo heita, að á miðöldum Evrópu væri veiði með fálkum stunduð þar hjá öllum þjóð- um og talin sú göfugasta skemtun tignum mönnum, konum jafnt sem körlum. Lægri stéttar mönnum var bannaður þessi leikur að viðlögðum refsingum ef út af var brugðið. En þetta breyttist eftir því sem timar liðu, því að auðmenn, þótt ekki væru þeir tigin- bornir, höfðu margir fálkabúr, enda var það ekki öðrum fært en þeim, er höfðu mikil fjárráð, því að veiðifálkarnir voru dýrir og að halda þá ekki síður kostnaðarsamt, því að þeir þurftu gott fæði og mikið, nákvæma hirðu og kunnáttumenn þurftu að fara með þá og stunda. Valir voru veiddir á ýmsan hátt og veiðiaðferð- irnar breyttust eftir því sem tímar liðu, enda nokkuð

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.