Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 31
IÐUNN íslenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrutn. 269 mismunaDdi hjá hverri þjóð, sem og eftir því hverja tegund fálka veiða skyldi. Auðveldasta veiðiaðferðin var sú, að taka eggiu og láta aðra fugla tamda unga þeim út. Kunnáttumönnum þótti þó þetta ekki gefast vel, því að afkvæmin yrðu síðri til veiða. Betra var það talið, að taka ungana úr hreiðri valsins meira eða minna þroskaða. Til þeirrar veiðiaðferðar bendir ákvæði Jónsbókar »nú tekr maðr hauk bundinn í hreiðri« (Þb. 9.), en ákvæðið er tekið úr N. L. (Ól. Lár.: Grg. og Lögb. bls. 36) og verður því ekki á- lyktað, að þeirri veiðiaðferð hafi verið beitt hér. En tíðasta veiðiaðferð á eldri og yngri tímum og sú, er best þótti gefast með tilliti til þols og dugnaðar veiðifálkanna síðar, var að veiða fuglana fullþrosk- aða með snörum eða netjum. Þessi veiðiaðferð var tíðkuð hér á landi og lýsir Horrebow (Tilforladelige Efterretninger om Island, bls. 150 —152) henni á þessa leið: Tveir staurar eru reknir í jörðina hvor skamt frá öðrum. Við annan þeirra er bundin rjúpa, dúfa eða ef þess er ekki kostur, hani eða hæna, með 3—4 álna löngu snæri, sem er fest um fót fuglsins, svo að hann geti íiögrað lítið eitt upp og fálkinn því fremur komið auga á hann. Annað snæri 80 faðma langt er lika bundið um fót fuglsins og geng- ur það i gegnum gat á hinum slaurnum, svo að veiðimaður geti dregið rjúpuna þangað. Hjá þessum staur er sett upp net, lagað eins og háfur (Fisker Ruse), þanið út með stórri gjörð í hálthring þriggja álna að þvermáli; sviginn stendur beint upp og niður, og þegar hann er látinn detta, fellur háfurinn yfir hinn staurinn; til þess að hafa vald á þessu, er snæri fest ofan til i svigann, og gengur það í gegn- um hinn staurinn til veiðimanns, er þannig getur dregið háfinn yfir fálkann. þenna viðbúnað hafa veiðimenn, þar sem þeir eiga von á fálkum, nálægt fálkahreiðrum eða þegar þeir sjá til »flugfálka«.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.