Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 37

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 37
iðunn íslenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrum. 275 að Sturla Þórðarson telur ástæðu til að geta þess í Hrynhendu sinni um Hákon: Pjóðum líka þinir haukar þaðra allt með bla landz jaðre Sendi konungur fálka allt til soldánsins í Tunis (Fms. X. 116). _Líklegt er það og, að þeir íslensku fálkar, sem Friðrik II. keisari þekti, hafi verið sendir honum af Noregskonungi. Keisarinn getur þess í áðurnefndu riti bans, að islenskir fálkar séu öllum öðrum betri. Hann skrifar svo: »Qvidam nidificant in insulis maris septentrionalibus, videlicet in quadam insula, quæ est inter Norvegiam et Gotlandiam (o: Grönlandiam), et vocatur tevtonice Islandia et latine interpretatur contracta, seu regio glaciei; et isti sunt meliores omnibus aliis«. (Tilvitnunin tekin úr N. H. T. II. 377). Um alla Evrópu var því áhersla á það lögð, að ná í íslenska fálka. Þeir sköruðu svo fram úr öðrum, að sagt var, að þeir gætu enst til veiða i 12 ár, þar sem norskir fálkar ekki dygðu lengur en í eitt til tvö. Svo sem önnur verðmæt veiðiréttindi á landi, voru fálkaveiðar einkaréttindi konunga og þjóðhöfðingja. Petta gilti einnig um Noreg. Par voru fálkaveiðar einkaréttindi konungs, og átti hann alla gásarhauka og fálka sem urpu í fjöllum. En kirkjan reyndi og að afla sér slikra friðinda, og fékk erkibiskupinn í Niðarósi rétt til að kaupa »geirfálka, gráfálka og gásarhauka«. Voru þessi réttindi erkistólsins staðfest með páfabréfi 15. júní 1194 (D. I., I. Nr. 73), og eftir að landslög Magnúss lagabætis voru sett, voru þessi réttindi staðfest með samningi milli konungs og erkistólsins 1273 (D. I., II. Nr. 40). Hér á landi þekkjast ekki önnur ákvæði á lýðveldistímanum um fálkaveiðar, en fyrirmæli Grógásar, er þegar hafa verið nefnd. En þótt maður mætti ekki veiða íálka

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.