Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Qupperneq 39
IÐUNN
íslenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrum.
277
hér og í Noregi. En rétt til fálkaveiða á kirkjueign-
um hafði kirkjan hér að landslögum, sem hver annar
landsdrottinn. Að kirkjan væri svift rétti til að veiða
fálka á sinum eignum, var bæði að ganga gegn lands-
lögum og rétti kirkjunnar. Enda kannast sjálfur Rafn
Oddsson við það, að um fálkaveiðar á kirkjueignum
hati biskup mikið til síns máls »þótt mér sýnist slíkir
hlutir nú á konungs valdi vera«. (Bps. I. 739).
í Árna biskups sögu kemur ekki greinilega í ljós
mismunurinn á grundvellinum fyrir rétti kirkjunnar
annarsvegar til veiða og hinsvegar til kaupa. Enda
skiftir það ekki miklu máli, hvort rétturinn var bygð-
ur á beinum lagafyrirmælum, eins og rétturinn til
veiða á kirkjueignum, eða um var að ræða »fornt
frelsi«, frjálsræði, til að kaupa, sem kirkjan liafði
nolið, því að skerðing þessara réttinda af verslulegu
valdi var ágengni, sem kirkjan mátti ekki þola. En
að erkistóllinn hafi talið sig hafa einkarétt til veiða
á öðruin eignum en kirkjueignum og nokkurn einka-
rétt til kaupa þeirra fálka, sem veiddir voru annar-
staðar, virðist eininitt ekki vera, því að Árni biskup
samþykti, að bændur láti konung veiða á sínum
jörðum og þó svo, að hann leggi verð eftir, en aftur
sé konungi óheimil veiði á kirkjueignum. (Bps. I. 718).
Ákvæði þetta, eins og Árni biskup hafði samþykt
það, varð síðan að lögum (Jb. Lbb. k. 58). Verður
þvi ekki sagt, að konuogur hafi með Jónsbókarlög-
um tekið undir sig nokkur einkarétlindi, sem kirkjan
taldi sig hafa í þessu efui. Önnur ákvæði Jb„ svo
um vali sem aðra fugla, eru mjög í samræmi við
ákvæði Grágásar.
Sá réttur, sem konungur öðlast til valveiða, er ekki
einkaréttur, heldur forréttur sá, að mega veiða á
hvers bónda jörðu, þó gegn því, að greiða jarðeig-
anda verð fyrir hvern fálka, sem veiddur er. Þá vali,
sem konungsmenn veiða á almenningum, afréltum