Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 41
4ÐUNN
íslenskir fálkar og fáikaveiðar fyrrum.
279
tilvísun fálkafangara, sem var á skipi þeirra og var
i nöp við Eggert lögmann Hannesson. (Annálar
Bmf. I, 158). Enn fremur bendir hið fyrsta bréf, sem
þekt er, frá Danakonungi til íslendinga viðvíkjandi
íálkum, frá 19. maí 1579 (Lagas. M. Ket. II. 94—95),
til þess, að konungur hafi þá ekki notað veiðirétt
sinn eða talið sig eiga forkaupsiétt að fálkum. í
bréfinu biður konungur einn og sérhvern að unna
höfuðsmanninum sín vegna kaups á undarlegum og
fágætum gripurn, sem finnast kunna hér á landi,
hvítabjörnum, hvítum fálkum og rostungstönnum, og
muni hann greiða fult verð fjTrir. í kgsbr. 1634 til
höfuðmanns er tónninn orðinn annar, þar er honum
skipað að kaupa hjá öllum fálkaföngurum og á öil-
um fálkastöðvum alla hvíta fálka, og er svo að skilja,
að þeim sé skylt að selja sem hafi.
Það er fyrst þegar einokunarverslunin hefst hér,
afT konungur fer að gæta réttar sins til fálkaveiða,
því að um það leyti verður þess fyrst vart, að hann
taki að staðaldri að selja fálkaveiðarnar á leigu út-
lendingum, einkum Englendingum og Hollendingum.
Þegar árið 1606 kvartar verslunarfélagið yfir enskum
fálkaföngurum, sem til landsins koma árlega og reki
verslun við landsmenn. Konungur skrifar höfuðs-
manninum út af þessu 16. april 1606 (M. Ket. II,
224) og leggur fyrir hann, að láta lögmenn sækja
fálkafangarana til sekta fyrir óleyfilega verslun, en
ekki skuli lagðar hömlur á fálkaveiði þeirra, því að
»deraf gives Os og Kronen Told og Rettighed«. Það
iná því einmitl ætla það, að konungur hafi samtimis
ineð einokuninni tekið fyrir alvöru að hagnýta sér
fálkaveiðarnar hér, hvort sem hann hefir bygt rétt
sinn til þessa á eldri lögum eða á samskonar réttar-
grundvelli og einokunina. En nú var einnig vald
kirkjunnar úr sögunni og konungur orðinn handhafi
þeirra réttinda er hún hafði.