Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 43
IÐUNN íslenskir fálkar og fálkaveiöar fyrrum. 281 niður á fálkaeggjum og ungum og biður hann að afstýra þessu. Kristján IV. vékst vel við þessu og. leggur fyrir höfuðsmann að rannsaka málið og senda sér skýrslu um það. (M. Ket. II. 288). Pað vildi alt af brenna við, að fálkafangararnir versluðu við landsmenn. Gegn þessu var gefið út bann á bann ofan, og í takstanum frá 1619 § 10 er bann þetta tekið sérstaklega fram. 1 kgsbr. 1636 er það boðið, að fálkafangarar skuli kærðir og bin keypta vara dæmd upptæk og fálkar, en veiðiréttin- um skuli þeir þó alt aö einu halda. Svo skyldu þeir og framvegis fara með skipum verslunarinnar og þeim refsað, er ekki hlýddu þvi, sem og þeim kaup- mönnum, er ekki vildu flytja þá. Að svifta fálka- fangara veiðileyfi hefði verið talið óvinsamlegt verk gegn þeim höfðingja, sem fá átti fálkana, og væri það Englakonungur gat það orðið Danakonungi dýrt tiltæki. En einokunarkaupmönnum voru fálkafang- ararnir ætíð þyrnir í auga og hefir það með fram orðið ástæðan til þess, að konungur hættir að selja veiðina á leigu, en mestu hefir þó ráðið um það, að íslenskir fálkar voru æ að verða eftirsóttari og konungi meira virði en peningar, að geta miðlað öðruin þjóðhöfðingjum fálkum að gjöf, ríkinu, sér sjálfum og ætt sinni til trausts og halds. Árið 1649 sendir Danakonungur í fyrsta sinni sína eigin menn til veiða, og var ætíð mikil áhersla á það lögð, að þeir veiddu sem mest. (M. Ket. III, 60, 63, 109, 142). Að konungi hafi verið mikið í mun að komast yfir fálka sýnir það, að i sama bréfinu sem hann skipar Henrik Bjelke til að taka hollustueiðana af íslendingum, segir hann, að það sé hans náðugasti vilji og skipun, að höfuðsmaður- inn annist um, að í landinu verði veiddir svo margir fálkar sem framast er unt, og safnað svo miklum æðardún er verða má. (M. Ket. III, 87). Þessi siður

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.