Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 44
282
Björn Þórðarson:
að senda hingað danska veiðimenn stóð þó ekki
lengur en fram um eða yfir 1670, en í þess stað er
sú regla tekin upp,- sem æ hélst síðan, að íslenskir
menn stunduðu veiðina og með þvi móti urðu fálka-
veiðarnar nokkur tekjugrein fyrir landsmenn.
Landinu var skift í fálkaveiðaumdæmi og fálka-
fangari skipaður fyrir hvert umdæmi, og mátti eng-
inn veiða í annars umdæmi. Umdæmin voru lengst-
um 10 að tölu, en stærð þeirra var þó ekki ávalt
hin sama, öðrum skift en hin stækkuð eftir því sem
timar liðu. Amtmaður, siðar stittamtmaður, skipaði
fálkafangarana bréflega. Eigi voru aðrir skipaðir en
þeir, er taldir voru til betri manna, sýslumenn all-
oft og sumir lögmenn höfðu fálkabréf. þessir em-
bæltismenn þurftu þó ekki að stunda veiðina sjálfir,
en máttu láta aðra veiða í sinn stað og guldu þeim
eftir samkoinulagi, en fálkarnir voru afhentir undir
nafni þess er fálkabréfið hafði og honum greitt verð
fálkanna. Fálkabréfin hljóðuðu venjulega að megin-
máli, eins og neðanritað bréf,1) en þvi oft viðbætt í
bréfum til alþýðumanna, að gæta yrði þess vel, að
skemma ekki fjaðrir fuglsins og láta ekki á lionum
sjá. Konur fengu stundum fálkabréf. T. d. fékk ekkja
Teits Arasonar, Margrét Eggertsdótlir, fálkabréf hjá
Lafrants amtmanni 31. jan. 1736.
1) Falcke-Href for Sysselmanden Teiter Aresen for Bardestrandsyssel.
Jeg Niels Fultrmann Ambtmand over Islaiul Gjör witterligt: At
Sysselmanden udi Bardestrandsyssel Sr. Teiter Aresen paa derom fore-
gaaende gjordt Recjuisition, er bevilget, saa og hermed bevilgis og tii-
ladis ./• saa længe Hand windskibelig befindis og Fglcke Fangsten ej
forsöminer ./• udi Bardestrandsyssel Falcke saa mange mezt bekommis
kand til .Ilans Kongl. Maj.sts Tieneste at lade fange, og til Bessested
*wed Sanct Hans=Dags Tiíder at lade före, livor hannem efter Sædvane
Betaling ske skal efter Kongl. Maj.sts Itentekammers forordnede Taxt.
Skal ellers Falckene fra dend Tiid De fanges og til dend Dag De af
Kongl. Maj.sts Falconerer paa Bessested Kongs Gnard annammis vel og
tilbörlig underholdis og spisis. Actum Bessested Kongs Gaard 29de
December 1723. (Bréfabók i Fjóðskjalnsafninu).