Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 61
IÐUNN Fjárbænir og örlæti. Eitt af einkennum vorra tíma eru kinar mörgu fjárbænir til almennings. Hér er stofnað til alls konar atgerða með þeim hætti, að einstakir menn eða fé- lög gangast fyrir samskotum til þeirra og skora á almenning að leggja fé til af frjálsum fullvilja sínum. Slíkar fjárbænir mælast auðvitað misjafnlega fyrir. Fæstir hafa víst neitt á móti þvi, að a ð r i r gefi fé til hins og þessa, en sumir myndu kjósa að ekki væri knúið á dyr sjálfra þeirra, ekki sízt þeir, sem sjálfir eiga í vök að verjast, og margir munu í nokkr- um efa um, hve réttmætar þessar áskoranir til al- mennings um fjárframlög séu, hvort þær séu ekki einn nýr ósiðurinn enn. Væri því ef til vill ástæða til að athuga það lítið eitt. Mér virðist nú, að slíkar áskoranir eigi að vera jafnfrjálsar og vítalausar eins og hitt, hvernig almenn- ingur tekur þeim. Pegar skorað er á menn að gefa fé til einhvers fyrirtækis, þá er þar með lögð fyrir þá sú spurning, hvers þeir meti þetta fyrirtæki, og hvort þeir vilji styðja það eftir efnum og ástæðum. Þeir ráða sjálfir svari sínu. Enginn þarf að styðja það, sem hann vill ekki styðja, og enginn ætti að gera það keldur. Fullveldi manns er í því fólgið að velja og hafna eftir sjálf sín vild, og því fullveldi eða frjálsræði heldur hver maður óskertu, hve margar áskoranir og fjárbænir sem honum berast. Eg veit það vel, að margur dansar nauðugur. Margur gefur til þessa eða hins vegna þess, að hann sér aðra gera það og vill ekki vera minni en þeir. Móti því er ekkert hafandi. Hver maður er sjálfráður um það,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.