Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Qupperneq 75
IÐUNN
Rit S j á.
Vilhjálmur P. Gíslason: íslensk endurreisn. Tímamótin
í menningu 18. og 19. aldarinnar. Rvík. Útg. Porst. Gíslason.
Bók pessi mun, aö minsta kosti að stofninum til, vera
ritgerð höfundarins, sú er hann inti af hendi í meistara-
próíi í norrænum fræðum við háskólann hér. Fjallar hún
um merkilegt tímabil i andlegu lifi þjóðarinnar, timann
frá Eggert Ólafssyni til Fjölnismanna, að báðum meðtöld-
um. P*að er »upplýsingin« svokallaða, upphaf hennar, há-
mark og það, pegar hún er að breytast og leysast upp und-
ir áhrifum rómantíkurinnar og ýmsra áhugamála. Er petta
rætt mest frá sjónarmiði bókmentasögu, en pó einnig lýst
áhrifum stefnunnar á fleiri sviðum, í vísindum, trúmálum,
stjórnmálum, almennum framförum o. fl.
Efnið er mikið og margpætt, og virðist höfundinum ganga
dálítið erfitt að ná tökum á pví framan af, eins og fangið
vilji ekki saxast fullkomlega heldur springa i ýmsar áttir.
Er pað í raun og veru mjög eðlilegt, pvi að pað er miklu
erfiðara verk en flesta grunar, að ná slíku efni saman í
fyrsta sinn. Hitt er meira á að minnast, að bókin ber vott
um mikinn lestur og fróðleik, og veitir margvíslega og yfir-
gripsmikla fræðslu, sem ekki hefir áður verið jafn aðgengi-
leg. Mun margur lesa bók pessa með ánægju, pví að petta
tímabil er að ýmsu leyti svo hugnæmt, petta mikla gróðr-
armagn, sem pá var í jörðu. Ágætir menn rísa upp hver
um annan pveran, inna af hendi merkileg verk, sem marka
ómáanleg spor og falla i valinn ungir að aldri, svo að
seiðmagn sorgarleiksins færist yfir tímabilið. Pað er eins
og sannist gamla spakmælið, að sá sem guðirnir elska deyr
ungur.
Prentvillur eru ofmargar í bókinni. Hópur af peim er
leiðréttur aftan við en annar eins hópur að minsta kosti
liggur óbættur hjá garði. En annars er bókin mjög snotur-
lega úr garði gerð, form hennar aðgengilegt, og frágangur
góður. Aftan við eru skýringar nokkrar og ivitnanir — en