Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Síða 80
318
Ritsjá.
IÐUNN
kostum og kynjum. — Sögusafnið er myndarlegt þroska-
spor áfram frá »Blindskerjum« pótt á sömu braut sé.
Melakóngurinn er allstór saga, 210 bls. og langmesta
skáldverk höfundarins. Rammi hennar er fastur og sögu-1
práðurinn rakinn mjög látlaust og eðlilega, einkum i fyrri
parti sögunnar, en losnar dálítið er á söguna iíður. Mela-
kóngurinn, hann Gunnar gamli, er dreginn upp roeð mikl-
um hagleik, og er afbragðskarl, heimaríkur og höfðingi i
húð og hár, en jafnframt gamansamur og góður en ekki djúp-
vitur. Og sögulokin varpa yfir hann fögrum kveldroða, sem
hylur brestina og lætur lesandann finna til ósvikinnar sam-
úðar. Húsfreyjan hefir færri drætti en pá pví skýrari. Hún
er vitrari, purrari og i enn eldri stil. Andstæðingar hans,
Arnór og nýi verslunarstjórinn fá á sig lakari birtu. Marg-
ar fleiri persónur í sögunni eru vel dregnar, tröllið hann
Jón í Lambhaga, lítilmennið Gisli á Töngum, gleiðgosinn
Jósef á Tindum o. fl., o. fl., eru ágætir. Yfirleitt eru mann-
lýsingarnar sterkasti páttur sögunnar. Óhugsaðar setningar
eru til í bókinni, eins og t. d. pegar Ólafur spyr: Er ekki
útfall?
Hagalin hefir leyst hér af hendi gott verk og er honum
sómi að sögunni. M. J.
Jón Sveinsson: Borgln vlð sundið. Freysteinn Gunn-
arsson pýddi. Bókaverzl. Árs. Árnas. 1923.
Hér er komið áframhald af »Nonna,« »ný æfintýri,« sem
hann lendir i, eins og sagt er á titilblaðinu. Nonni er með
peim hætti, að hann hlýtur altaf að lenda í einhverjum
æfintýrum. »Sjálf gatan verður að leikriti pegar Shake-
speare gengur par um,« og jafnvel hversdagslegir viðburðir
verða að æfintýri pegar Nonni er með i förinni.
Það er eiginlega ekki furða pótt menn greini nokkuð á
um skáldskapargildi bóka Jóns Sveinssonar. Pær eru svo
léttar og látlausar, að hverjum manni hlýtur að finnast, að
svona gæti hann skrifað. En pað er stundum ekki lakasta
listin, sem býr sig slíkum búningi. Og hvað sem annars
er um bækur J. S,, pá er pað víst, að fyrir börn og ung-
linga eru pær alveg afbragð, skemtilegar, spennandi, hríf-
andi og pað pó alt orustu- og manndrápalaust.