Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 42
120
Þorkell Jóhannesson:
IDUNN
ágælt! það var fyrirtak. En það var eins og sjónleikur
án þáttaskifta og án enda: til þess að njóta hans geng-
ur maður út —.
A þessum hvörfum æfinnar hittum við Knut Hamsun
í litlum bæ í einu af norð-austur fylkjum Dandaríkja.
Hvernig víkur því við, að hann er þangað kominn, í
þetta afskekta og að öllu ómerkilega sjávarþorp —
hvert erindi á hann þar? Ekkert erindi! Hann hefur
bara orðið eftir af lestinni, vegna þess að það rann
% upp fyrir honum alt í einu, að í raun og veru átti
ha’nn ekkert erindi með henni lengra áfram! Svo sest
hann að, það er sama hvar hann er í þennan svipinn —.
Bærinn, sem hann er kominn til, stendur við dálítinn
fjörð. Annars er graslendi þar í kring, og hæðir og
dálítill skógur lengra frá. Og þessi bær fær strax
einhvernveginn kynlega á hann, honum getur ekki staðið
svo öldungis á sama um þetta ókenda þorp, Það er eitt-
hvað í yfirbragði þess og umhverfi sem minnir á — eitthvað
afarinndælt, sem hann hefir þekt fyrir Ianga löngu--------
sundið Glimma, skógarnir háleysku — þytur hafræn-
unnar í stráunum þrunginn af kynlegu lífi, sem í senn
er hluti af sjálfum manni og þó óþrotlega fjarlægt:
eilíf gáta! Alt hitt, sem að þessu hefir leitt hann líkt og
í lokuðum hring, þokar fjær —: óskyldar stefnur og
skoðanir, persónur og lífskjör, forsjálaust kapp og
drepandi kröggur — mýrarljós og hræfareldar yfir-
borðsmenningar, sem hann á sjálfur að réttu lagi ekkert
skylt við: of frumlegur til þess að geta lagað sig eftir
henni að ósekju, of þróttugur til þess að gefa sig upp
á bátinn og verða venjulegt flak. Og um leið sest
að honum með nýju afli þessi spurning, sem fyr
eða síðar krefur hvern mann lausnar: hver ertu —
hvert ætlarðu — hvað viltu ? Hann hefir glímt fyr við