Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Blaðsíða 84
162
Þórir Bergsson: Fífillinn.
ÍÐUNN
Læknirinn stóð við gluggann, hann hafði þá, rétt áð-
an, orðið að segja það, eins og það var, — þar var
engin von sjáanleg. Ekkert sjáanlegt eftir — nema eitt —.
Og konan, móðir hennar kraup við rúmið og hélt í
litlu hendina.
Sorglegt var það, þótt sólin skini inn um gluggann,
fyrsta lóan væri að koma, og fyrsti fífillinn væri sprung-
inn út. —
En þá kom einhver við hurðina.
Læknirinn opnaði. Úti fyrir stóð Sveinki litli í Hvammi,
en það var kot rétt fyrir utan túnið á Felli. Sveinki
litli var ekki vel hreinn, en það gerði ekki mikið til
eins og þá stóð á. Hann var mórauður í framan, en
baugar kring um augun, og lækir niður kinnarnar, því
hann hafði verið að skæla. Og hvergi var hann hreinn,
einhverntíma hefðu þau, hjónin á Felli, sagt honum að
snauta út, og þurka af sér skítinn.
En hann var með dálítið í hendinni, sem var lykill
að þessu sorgar-herbergi. Og þegar litla stúlkan, sem
var að leggja af stað í langferðina miklu, sá það, brosti
hún, brosti ofurlítið.
En það sem Sveinki litli í Hvammi kom með, það
var litli fífillinn, aumingja litli fífillinn, sem varð fyrstur
til að springa út það vorið — og fyrstur til að deyja.
Þórir Bergsson.